Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 25
25
hellubjarg mikið, er þar liggur, og mun hafa verið við dyr bæn-
hússins eftir afstöðu að dæma. — Litlu austar eru grjótdreifar
sem geta verið úr fjós- og heystæðisrúst eða öðrum peningshús-
um. Hvenær bærinn hefir eyðst er ekki hægt að segja. Hans er
ekki getið 1 jarðatali Johnsens, og mundi það þó vera ef hans
væri getið í jarðabók Árna Magnússonar. Litur ad því leyti út
fyrir, að hann hafi eyðst fyrir æði löngu. En eftir því sem stað-
urinn lítur út, þætti mér líklegt, að hann hefði eigi eyðst mjög
snemma.
2. Gamla-Pula heitir eyðibær skamt vestur frá Köldu-
kinn, norðaustantil á Kambsheiði. Sú heiði er mesta hálendið f
því bygðarlagi; heita þar Puluhólar sem hún er einna hæst. Vest-
anundir hæsta hólnum er djúp lægð og seftjörn í. Upp frá henni
að vestan er lág heiðarbrekka sem snýr mót austri. Þar er rúst
Gömlu-Pulu, sem sagt er að í fyrndinni hafi verið kirkjustaður og
stórbýli. Eru kringum túnstæðið miklar fornlegar girðingar. Rúst-
in er mjög niðursokkin og orðin að þýfi. Þó má með vissu sjá
bæjarrústina og fjós og heygarð litlu vestar í sömu línu. Er bæj-
arrústin (a) nál. 12 faðm. iöng og 8 faðm. breið, að meðtöldum
húsagarði. Fjós- og heygarðsrústin (b) er mestum viðlíka stór.
Milliveggur sýnist í fjóstóftinni, innentil miðri, en óvíst er að það
sé að marka. Haugstæðið (c) er framundan fjósveggnum, djúp
dæld, og er hún enn græn, að öðru leyti er hér móagróður. Fyr-
ir kirkjugarði og kirkju sér mjög ógjörla; en þúfnabarð mikið (d)
er fyrir neðan bæjarrústina, og sýnist svo, ef staðið er i nokkurra
faðma fjarlægð, að niður frá þúfnabarðinu móti fyrir hálthring-
myndaðri girðingu. En sé gengið eftir þeirri girðingu sjálfri, þyk-
ir efasamt, að hún . é anuað en náttúrlegt þýfi; svo óglögg er
hún. Stuttu fyrir austan bæjarrústina er glögg girðing, sljóft
ferhyrnd (e), nál. 8 faðm. í þvermál á hvorn veg. Það hygg ég
þó eigi kirkjugarð: Hún er of lítil til þess; hún er slétt innan;
og hún hefir dyrnar á austurhlið, fjærst bænum; hún er glögg-
ust af rústunum, og er þó rýrari en túngarðurinn, því hygg ég að
hún sé yngri. Hún gæti verið gjafahringur (o: til að »gefa á
gadd« í) og hafi hann verið gjörður löngu eftir að bygðin lagðist
af. Milli bæjarrústarinnar og þessarar girðingar sýnist vera lítil
tóft, eigi fornleg (f) — Um það, hvernig bærinn lagðist 1 eyði,
er munnmælasaga til, og er hún á þá leið: að í svartadauða dó
alt fólkið á bænum; varð þar þá svo reimt, að enginn þorði að
byggja þar framar og eigi varð tíðum haldið uppi f kirkjunni.
Stóð svo þar til Skálholtsbiskup gaf það ráð, að reisa skyldi nýj-
au bæ og nýja kirkju á þeim stað, sem iítt væri fært til heimreið-
4