Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 28
Hofalýsingar í fornsögum Og goðalíkneski. Eftir Finn Jónsson. ——----- I fyrstu og annari Arbók Fornleifafélagsins hefir Sigurður Vigfússon ritaði um »hof og blótstaði i fornöld«, og tilgreint þar alla þá staði úr fornritum, er nokkuð kveður að i því máli, er hann vildi hafa ritað um. Það sem er ókostur við þessa ritgjörð er það, að Sigurður tók aliar lýsingar af hofum og því, er hofin snerti, trúanlegar, góðar og gildar. Honum varð það aldrei að spyrja, hvort nú þessi eða sú sögusögn væri áreiðanleg, hvort sagan, sem lýsingin stóð i, þótt áreiðanleg væri, væri svo að lýs- ingunni væri trúandi. Heldur ekki varð honum að vegi, að rann- saka, hvort ekki væri eitthvert náið samband milli þeirra lýsinga, sem til eru; ef nú svo skyldi vera, að t. a. m. ein sagan hefði skrifað upp úr annari eða notað hana meira eða minna, þá er það ljóst, að sú sögusögnin, er svo er til komin, er með öllu marklaus. Ein af þessum sögum er að minsta kosti svo löguð, að það er fyrir fram full ástæða til að efa eða tortryggja hana; það er Kjalnesinga saga. Af því að nú lítur svo út, sera tóftagröftur muni fara að verða framinn á Islandi meir og betur en áður, — og er það sannarlegt gleðiefni fyrir alla þá, er unna fornum fræðum, — er það ómaksins vert, að reyna að komast fyrir, hvað áreiðanlegt er í fornum hoflýsingum; það má gera ráð fyrir því, að það verði lögð sérstök alúð á að grafa upp fornar hoftóftir, og væfi þá

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.