Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Qupperneq 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Qupperneq 29
29 bezt að hafa sera skýrasta og áreiðanlegasta hugraynd ura hofin eftir sögunum, að svo miklu leyti sem hægt er. Fyrir því hef ég ritað línur þær um þetta mál, er hér tara á eftir. Ég vil byrja með þvi, sem Snorri segir nm hof og blót í Heimskringlu, því að það er frá nokkurn veginn ákveðnum tima. Þar segir svo í sögu Hákonar góða, 14. kap. (í minni útgáfu): »Þat var íorn siðr, þá er blót skyldi vera, at allir bændr skyldu þar koma, sem hof var, ok flytja þannug föng sin, þau er þeir skyldu hata, meðan veizlan stóð. At veizlu þeiri skyldu all- ir menn öl eiga; þar var ok drepinn allz konar smali ok svá hross, en blóð þat alt, er þar kom af, þá var þat kallat hlaut, ok hlautbollar þat, er blóð þat stóð í, ok hlautteinar, þat var svá gjört sem stöklar; með því skyldi rjóða stallana öllu saman, ok svá veggi hofsins útan ok innan, ok svá stokkva á mennina, en slátr skyldi sjóða til mannfagnaðar; eldar skyldu vera á miðju gólfi í hofinu ok þar katlar yfir; skyldi full urn eld bera« o. s. frv. [Það sem nú fer á eftir, er um minni þau, er drukkin skyldu]. Þessi frásögn finst mér vitanlega hvergi nema hjá Snorra, og eftir því, sem vér getum næst komist, máeignahonum samn- ingu hennar; það er að segja, að halda að hann hafi ekki tekið hana úr eldri ritum. Hefir hann þá samið hana eftir því sem hann hefir þótst hafa haft sannar frásagnir um; í raun og veru er því heldur ekkert til fyrirstöðu, að lýsingin sé rétt og samkvæmt því sem heiðnir menn tíðkuðu í raun og veru, og mætti styrkja það með ýmsu öðru úr fornum ritum og kva'ðum. Það sem er merkast í því, sem hér var tilfært, er lýsingin á blóðinu = hlautinu, hlautbollunum og hlautteinunum; og svo hitt, að eldar skyldu vera á miðju gólfi, eins og i hverju öðru húsi. En hér er engin regluleg lýsing á hofinu, og þó er það rétt, að byrja með þessum stað. Annar merkastur staður er í Eyrbygaju 4. kap. (bæði f út- gáfu Guðbrands og Gerings er hann hér um bil orðrétt eins), og hljóðar svo: »Þar lét hann [Þórólfr] reisa hof ok var þat mikit hús; váru dyrr á hliðvegginum ok nær öðrum endanum; þar fyrir innan, stóðu öndvegissúlurnar, ok váru þar í naglar; þeir hétu reginnaglar. Þar fyrir innan var friðstaðr mikill [Þessa setningu vantar í sum hdr.]. Innar af hofinu var hús í þá líking, sem nú er sönghús [= kór] í kirkjum, og stóð þar stalli á miðju gólfinu sem altári, og lá þar á hringr einn mótlauss, tvítogeyringr [tvíeyr sum hdr.], ok skyldi þar at sverja eiða alla. Þann hring skyldi hofgoði

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.