Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Side 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Side 34
34 hefir eins og nærri má geta á svo gull auðgum tímum verið úr gulli; en höf. lifði á fátækari tíð, og hjá hans samtíðarmönnum hefir verið meira af silfri og hefir það verið dýrasti málmurinn, sem hann þekti að mun; þetta hefir hann heimfært upp á eldri tima. Silfurhringar eru yfirleitt undrasjaldan nefndir i fornritum. Orðið »mikill« er líklegast ekkert nema breyting úr mótlauss, sem höf. hefir ekki skilið (eða mislesið?). Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er viðbót, og líklega eign höf. sjálfs. Orðið »kennslumál« er ef- laust rangt fyrir Tcennsla-mdl (sjá orðabók Guðbr. Vigf.); en af- bökunin er liklegast skrifurum að kenna. Orðið kemur annars, að því er sýnist, að eins fyrir á einum stað 1 Landslögum Magn- úsar lagabætis IV, 26 og merkir »mál út af sakargiftum« (kensl- um); sami staður stendur og i Járnsiðu (Hákonarbók) 49. grein. Þetta orð finst hvergi í Þjóðveldislögum Islendinga (Grágás) og er vafalaust komið inn í Isiand úr norskum lögum (Járnsíðu) á síðasta hluta 13. aldar. Þar af leiðir með órækri vissu, að orðin »um kenslumál öll« i Kjaln. er tóm »uppáfinding« höf. sjálfs og ekkert annað. VIII (hlauts lýsingin m. m.1) er tekin mest eftir Eyrbyggju (smbr.: Eyrb. d stállanum skyldi ok standa orðrétt i Kjaln.: d þeim stalli shyldi oh standa); afbrigði þau sem eru, eru marklaus; (bolli) af kopar mikill er aftur ein af viðbótum höf.; kopar er ungt orð fyrir eldra eir. Fyrir goðunum (í: er goðunum var fórnat) setur höf. Þór (aðal goðið), sem hann var búinn að nefna »mest tignaðan«. Hlautinu skyldi dreifa yfir menn (ok fé er viðbót höf.) er tekið eftir Heimskr. (Hák. góð. k. 14): ok svd stökkva d menn- ina. Hið einasta, sem hér er um fram í Kjaln. og ekki stendur í Eyrb. eða Heimskr., er viðbótin: eða mönnum, er bendir til, að ekki að eins hafi verið fórnað fénaði, heldur og mönnum. Þetta hefir höf. aftur lánað eða fengið úr sömu sögu, Eyrbyggju, 10. kap. endanum. (»1 þeim hring stendr Þórs steinn, er þeir menn váru brotnir um, er til blóta váru hafðir«), eða ef til vill úr Landnámu, 98. bls.; þar stendur það sama. IX (mannfagnaðar-greinin) getur verið samtvjnnuð lýsing Hkr. (Hák. góð. III. [en sldtr skyldi sjóða til tnannfag;naðar| og Eyrb. [ofc hafa inni blótveizlur]; það sama sem í Kjaln. finst hér um bil orðrétt í »Viðbæti Melabókar« (Landn. 334 bls.), 11 Sigurður Vigf. hefir tekið frain að blóð þat alt sé of ríklega til orða tekið og er það rétt; Árbók 1880—1, 82. bls.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.