Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 35
35
en það er liklega tekið úr Kjaln., eins og hofslýsingin, er síðar
kemur.
X (mannblót og blótkelda); mannblótin heflr höf. eins og
áður var sagt (VIII), fengið úr Eyrb. Það sem nýtt er í þessari
grein, er það, hvernig mennirnir voru af lffi teknir og nafnið
hlótkelda, er hvergi kemur fyrir annarsstaðar.
Þessi rannsókn sýnir og sannar, að alt, sem stendur i
Kjalnesingasögu finst annarsstaðar, nema VI og X, stallalýsingin
og drukknun fórnarmannanna í »blótkeldu«.
Hvorttveggja þetta er athugavert mál. Stallinn er sagður
þiljaður ofan með jdrni. Hafi stallinn verið úr tré, og hafi eldur
átt að vera ofan á honum, segir það sig sjálft, að það hefir orðið
að vera járnpláta ofan á og undir eldinum ; einnig hefði þó mátt
hugsa sér steinhellu og það öllu heldur. En það er vafasarat,
hvort stallurinn hefir verið úr tré; það væri líklegra, að hann
hefði verið allur úr steini eða einn steinn, og svo lítur út fyrir, að
hann hafi verið í Þyrils-hofinu (Árbók 1880—1, 75. bls.). Hvernig
sem það nú hefir verið, stendur þessi grein um járnplátuna í
nánasta sambandi við hinn vigða eld, sem höf. segir, að æ hafi
brunnið á stallanum. En hér er eflaust að eins um tóman skáld-
skap að tala, þessi vígði eilífi eldur hefir aldrei til verið í nor-
rænum hofum og engin eldri og betri rit geta hans. Það er og
i mesta lagi ósennilegt, að þess konar eldur hafi til verið. Það
þurfti ekki litla varkárni og pössunarsemi til að gæta ekki meira
elds, en hér getur verið að tala um á svo litlum stalla, sem
hann hefir hlotið að vera. Þessi hugmynd er liklegast svo til
komin, að menn hafa heyrt talað um eða lesið um eilífan eld í
rómverskum eða griskum hofum og heimfært það svo upp á
forn norræn hof. Öll þessi grein í sögunni er því svo tortryggi-
leg, sem mest má verða, og verður hún ekki skoðuð trúanleg,
svo að neitt megi á byggja.
Síðasta greinin um mannblót er því miður líka mjög tor-
tryggileg. Reyndar er það vist, að mönnum hefir verið blótað
hjá heiðnum norrænum þjóðum (sjá t. d. Lyngby í Tidskr. for
Philologi og Pædagogik X, 115—24). Á 2 síðustu öldum heiðninn-
ar vottar þó örsjaldan fyrir þess konar blótum, og svo að segja
aldrei á Islandi. Að minsta kosti hafa þau aldrei getað verið
eins almenn, eins og höf. gefur i skyn. Og ekki verður það
betra, þegar til »blótkeldunnar« kemur; eftir lýsingu hans hefir
þessi kelda orðið að vera þó nokkuð stór pollur eða dæld í jörð-
ina með vatni i; hjá þeim hoftóftum, sem hafa verið rannsakaðar,
þafa ekki fundist neinar menjar þess kyns dældar; það, sem
5*