Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Page 44
Skýr sla. I. Ársfundur félagsins. Ársfandur félagsins var haldinn 18. okt. 1898. Formaður skýrði írá hinu helzta, er koma mundi í Arbók félagsins, er þegar væri að mestu prentuð; jafnframt gat hann þess, að 1 þetta sinn hefði orðið að gevma til næsta árs framhald af ritgjörð eftir rektor Björn M. Olsen um legsteina og grafskrifcir, vegna þess, að Árbókin hefði þá orðið of kostnaðarsöm, en félagið hetur ann- ars vegar haft töluverðan kostnað við hlutdeild sína i útgáfu fylgiritsins við Árbókina; af sömu ástæðu hefði og orðið í þetta sinn að sleppa að prenta myndir af hlutum á Forngripasafninu, svo sem venja hefur verið að undanförnu. Brynjólfur Jónsson hafði í sumar eins og að undanförnu unnið i þjónustu félagsins; hafði hann farið rannsóknarferð um austurhluta Barðastrandar- sýslu og verið þar með kapteini D. Bruun við útgröft á fornum dysjum á Reykjanesi. Fram var lagður endurskoðaður reikningur félagsins fyrir 1897 og hafði eigi verið við hann gjörð önnur athugasemd en að eigi hefðu verið innheimt tillög i Reykjavík á árinu, en því var svarað, að þetta væri eðlileg afieiðing af' því, að Árbókinni hefði i þetta sinn eigi getað orðið útbýtt meðal féiagsmanna fyr en eftir nýjár, en venja hefur verið, að innheimta tillögin um leið. Að lokum urðu umræður nokkrar um hver ráð væru til að auka útbreiðslu félagsins.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.