Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 3
3
viss um, að við þetta HoltsvaÖ hafi það verið, að Mörður skiftir i leitir
eftir bennumönnum, (Nj. k. 131). En ólíklegra þykir mér, að hér hafi
Flosi beðið Sigfússona, (Nj. k. 116), heldur hygg eg að það hafi verið við
Þjórsá hjá Þingholti og að Kaupmannahafnar-Njála hafi rétt, er hún að
greinir Holtsvað og Holtavað. Um það hefi eg ritað í Arbók fornl.fél.
1896, og visa eg til þess. Hér kemur það ekki við. Samkvæmt því sem
nú er sagt, virðist mér sú tilgátan um bæinn Undir Þríhyrningi einna ó-
líklegust: að hann sé sama sem Reynijell; enda er sá bær ekki undir Þri-
hyrningi, því bæði áin og Aldan er þar í milli; þó hefir þessu líka verið
hreift. Hitt hafa menn alment talið ólíklegt, að hann hafi staðið uppi á
fjallrana-hálendinu, sunnan eða suðaustan undir Þríhyrningi. Þar liggur
landið svo hátt. Bárðarsaga segir raunar, að Þorkell bundinfóti bjó »und-
ir fjallinu sunnan«. En sunnanundir Þríhyrningi eru engar rústir. En
suðaustanundir austurhorni fjallsins eru seltóftir, þvi þar hefir frá ómuna-
tíð og fram á 19. öld verið selstaða frá Kollabæ eða Kirkjulæk. I fyrra
vetur sagði Jónas bóndi Arnason á Reynifelli mér þá ætlun sína, að ein-
mitt þar hefði fornbærinn undir Þríhyrningi staðið, og á það hefði dr.
Finnur Jónsson fallist, er Jónas sýndi honum staðinn. Segist Jónas lengi
hafa veitt því eftirtekt, að þar sé alls eigi svo illviðrasamt sem þar er há-
lent, og þó snjósamt sé, blási úr brekkunum fyrir ofan og muni þar hafa
verið allgóð vetrarbeit meðan þar var skógur og gróður. Fallegt túnstæði
hefir þar verið og bæjarstæði. Rennur þar lækur ofan og er seltóftabung-
an á bakka hans. Hún var nál. 12 fðm. löng og 6—7 fðm. breið, en
há að tiltölu, því hvert selið hefir verið bygt á annars rústum, og eru
efstu tóftirnar allnýlegar. Undir öllu þessu getur hæglega falist allstór
bæjarrúst. En ganga má þá að því vísu, að grjótið úr henni hafi verið
tekið til selgerðarinnar og árangur af uppgrefti því hæpinn. Fyrir af-
gömlum tóftum vottar þar í kring. Ein er vestur frá bungunni, að stærð
4X3 fðm.; önnur niður frá henni, nál. 6X3 fðm, mjög óglögg. Ein er
austan við laikinn, nál 4X) fðm., og er þvergarður fyrir dyrunum. Fleiri
smátóftir eru þar frá ýmsurn tímum. Eg skoðaði rústir þessar í sumar
(1901) og fylgdi Jónas mér þangað. Leist mér ætlun hans sennileg. Og
af öllum þeim tilgátum, sem fram hafa komið um það, hvar bærinn und-
ir Þríhyrningi hafi staðið, á þessi staður óneitanlega bezt við nafnið. Það
er vetrarríkið, sem gerir helztu ólíkindin. En sú ástæða vegur þó minna
þegar þess er gætt, að hæðir eru í kring sem draga úr stórviðrum, og að
meðan skógarnir héldust, gat vetrarbeit verið í þeim, á þeim stöðum sem
hún gat ekki verið þá er þeir voru eyddir. Bærinn, sem hér kann að
hafa verið, hefir því hlotið að leggjast í eyði þegar skógurinn var þar
ekki lengur.
Umferð hefir mikil verið fyrir ofan Þríhyrning og fram hjá þessum
stað; liggur sú leið milli Fljótshlíðar og efsta hluta Rangárvalla, sem nú
1*