Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 20
20 kvísl úr Markarfljóti, sem rennur út í Þverá. Til eru eldri uppdrættir, en þeir hafa hana ekki. (Kaalund). I dagdók Sveins Pálssonar frá 1795—7 segir svo: »Nú í 'nokkur ár hefir talsvert af Markarfljóti legið í Þverá*. (Kaalund). I lýsing á Gunnarshaugi eftir Bjarna Torarensen 1S47 segir:' »Mark- arfljót hefir írá byrjun 18. aldar að nokkru og stundum alveg kastað sér yfir slétturnar vestur í Þverá«. (Kaalund). Enn skal setja hér tilvitnanir úr nokkrum sóknalýsingum frá 1840, einnig teknar eftir Kaalund: Ur sóknarlýsingu Innhlíðarþinga: »Stóra-Þverá(!) hefir mjög breytt sér að breidd og vatnsmegni, hefir gert stórskemdir þá er svo nefnt Markarfljót fellur í hana, að öðru leyti er hún hættulítil^. Ur sóknarlýsingu Breiðabólstaðar: »Þá er Markarfljót kemur innan í Þverá, sem oft ber við og stund- um mörg ár í einu, verður hún mjög mikil og oft ekki reið. Þá það ekki er í henni, er hún litil og nær alstaðar reið«. Ur sóknarlýsingu Stórólfshvols: »Þverá er vatnsmikil á og breytileg. Upptök hennar eru á afrétti milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla(l) Þessi stórvötn (Þverá og Markarfljót) falla hvort í annað, eða skiljast, eftir farvegarhækkun og vindstöðu«. Ur sóknarlýsingu Oddastaðar: »Þverá, sem áður var mjó og lítil, er nú breitt ferjuvatn, því mest- ur hluti af vatni Markarfljóts rennur í hana, skemmir því allar jarðir, er að henni liggja». (Hjá Kaalund er þetta auðvitað á dönsku, og er þýðingin eftir mig). Skemdir þær, sem Markarfljót sjáift hefir gjört, einkurn á vestur- jörðum Eyjafjalla, eru víst engu minni en hinar, sem kvíslin úr því hefir valdið í Fljótshlíðinni. Auraflæmið, sem það hefir nú til að dreifa sér yfir, er svo víðáttumikið, að þar undir geta vel hafa horfið lönd heilla jarða. Menn vita iítið um það. Hér skal sett það, er sjá má af Á. M. jarðabók. Um Stóradal segir: »Aí engjum brýtur Markarfljót, og ei halda menn 4Öa part þeirra eftir vera, og í manna minnurn hefir víst helming- urinn afbrotnað*. fírúnir: »Af landinu brýtur árlega Markarfljót og spillir því þar til stórum með grjóti og leirburði«. Borgareyrar: »Af landinu brýtur árlega Markarfljót og á það fýkur sandur. Spillist eftir hendinni«. Steinmóðarbær: »Af túni brýtur Markarfljót«. Tjarnir: »Landinu spillir stórum sandfjúk. Líka brýtur af því Markarfljót«.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.