Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 25
nál. 4 mannhæðir upp að opi hafis. (Lét eg »hala« mig þar upp og ofan
í bandi; en vanir meftn klifra þar á »höldum«). Bergið, sem hann er í,
er stuðlaberg. Hefir loftbóla kornið í steypuna, þá er fjallið myndaðist,
en seinna brotnað framan af, svo op hefir komið á þetta holrúm, og þó
tiltölulega lítið. Snýr það mót útsuðri, en lengd hellisins er þó einna
mest frá suðri til norðurs eða útnorðurhalt; í þá stefnu er mænir hans og
er hann sljóft kjalmyndaður, en lækkar þaðan til beggja hliða, og er eigi
manngengt nema undir mæninn. Enda er hellirinn allur litill. Ræfrið
er slétt, en þó alsett dropsteinsrákum. Gólfið er hella, næstum gljáfægð
ofan, og þó með margvislega löguðum dropsteinsslettum. Hellan er laus
við bergið, bæði að neðan og utanmeð. Innan til eru brotin aí henni 2
stykki, sem liggja hærra en aðalgólfið; má þar sjá þykt hennar og er hún
nál. ’/2 al. I hellunni virðist vera harðara og »fínna« berg en í hellinum
sjálfum. Gjörði eg mér grein fyrir myndun hennar á þá leið, að meðan
hellirinn var lokaður, svitaði svo mikið dropsteinseíni úr berginu, að það
varð eins og pollur á gólfinu. Þar storknaði það, er bergið kólnaði, og
sprakk þá frá utanmeð. Undirgólfið, undir steypu þessari, var lægra að
framanverðu, þangað hafði safnast sorinn, sern »botnféll« úr pollinum, og
orðið að lausu móbergslagi, sem leystist burt þá er opið var komið á,
(líklega af sjávar völdum). Þar seig hellan þá niður, en gat ekki sígið að
innanverðu, og því brotnaði hún þar; en aðalgólfið fekk dálítinn halla
fram að dyrunum. — Þessi hellir er í eðli sínu samskonar myndun, sem
Mögugilshellir í Þóróljsfelli, sem er eitthvert einkennilegasta og fáséðasta
náttúrusmíði í sinni röð. En ekkert tilefni er til að lýsa honum hér.
Það, sem allra mest hvatti mig til, að leggja kapp á að skoða Para-
dísarhellir, var það, að mér hafði verið sagt, að gólfið í honurn væri al-
sett rúnaletri, sem menn vissu ekki til að neinn hefði lesið. Þetta hafði
þá tilhæfu, að bæði á aðalgólfinu, og þó einkum á hinum afbrotnu, lausu
stykkjum, eru víða rúnir, ýmist stuttar línur eða einstök orð. Horfir það
ýmislega við og stendur ekki í sambandi innbyrðis. Þetta er líka eðli-
legt; því það af rúnunum, sem eg gat lesið, voru eingöngu nöfn ýmissa
manua, líklega þeirra, sem í hellinn höfðu farið, svo sem: »Þorgeir«,
»Magnús«, »Rúnólfur«, »Hallur«; »Hér hefir komið Salomon«, o. 11.
Merkilegt er, að allar rúnirnar eru með rnjög líkri, ef ekki sömu gerð;
smáar, laglegar og hreint höggnar með skörpum meitli og sama rún mjög
svo sjálfri sér lík alstaðar þar er sjá mátti. Hygg eg þær flestar, eða all-
ar, eftir sama mann. En þar af leiðir ekki, að þær séu allar höggnar í
sama sinn. Rúnameistarinn hefir, ef til vill, búið þar nálægt og fylgt
þangað ýmsum mönnum á ýmsum tímum, en þeir beðið hann að setja
þar nöfn sín. Því miður er mestur hluti rúnanna orðinn ólæsilegur; hafa
seintii menn höggvið fangamörk sín ofan í þær. Þau eru flest stór og
illa höggvin. Auk þess hafa þeir sumstaðar spilt rúnunum með óreglu-
4