Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 15
Völlurinn er hærri en nýgræðan fyrir innan. — Meðan l^ndið var að brotna, hefir fljótsvatnið, sem því olli, 'naft framrás, sumpart um Merkiá og Bleiksá, sumpart um Prófastsálinn, en sumpart hefir það að likindum brotið sér farveg þar, sem Affallið rennur nú, og gjört byrjun til þess farvegar. Hann hefir samt þornað aftur þegar vatnagangurinn hætti. Þá hafa líka Bleiksá og Merkiá hætt aftur að v era jökulár, en runnið í far vegum sínum eins og þær gerðu upprunalega. Eftir nokkurt tímabil kenr ur svo nýr áll úr fljótinu fyrir norðan Prófastsálinn, brýzt fram gengum. nýgræðuna og legst í rás þá,- sem ætla má að áður hafi verið mynduð, eins og nýlega var sagt. Þessi áll hefir runnið siðan og er nefndur AJ- fallið. Enn síðar hefir nýr áll, eða kvisl, brotist vestur úr fljótinu fyrir norðan nýgræðuna. Hún hefir borið aur i Bleiksá og Merkjá og stíflað þær, en brotist vestur gegnum Teigssand þar, sem nú er lækjardragið við innri enda hans. Síðan hefir kvísl þessi stöðugt runnið vestur í Þverá, en fært sig æ meira norður á við með því að brjóta þar landið, en bera aur undir sig að sunnanverðu. Þó hefir það tekið tíma, að brjótast gegn- urn Teigssand, og á meðan hefir hún legið í Merkiá. Því heitir farveg- ur hennar »fljótsvegur«. Þar sem landbrot af vatna völdum hættu milli Aurasels og »Höfð- ans», hefir vindurinn teldð við. Hefir þar blásið upp víðlent beitiland, sem sumt tilheyrði Breiðabólstað, en sumt Berjanesi, Ey og Hemlu. Berjanes hefir orðið að færa undan sandfokinu. Var það áður ofar og austar en nú, og eru þar nú rof og melar. Heldur sandfokið enn áfram, en er þó nú i rénun. Hinir fornu árfarvegir eru óglöggir og slitnir á því svæði, sem uppblásturinn hefir gengið yfir; hjá því gat ekki farið. Fyrir austan Affaliið er og uppblástur, sem að nokkru leyti er, samhliða hinum. Hefi eg getið hans i Arb. fornl.fél. 1900. Sá uppblástur hefir eyðilagt Hallvarðarskóg íýrir Voðmúlastaðakirkju, jörðina Vörsabæ1 og hjá- leiguna Höskuldsgerði, en hefir stöðvast við bæjarlæk Vörsabæjar, sem að visu hefir sand kafist, en heldur þó sandinum deigum, svo hann fýkur eigi lengra. Má sjá, að lækurinn hefir verið allstór. Hann hefir runnið í Bleiksá og rnilli þeirra orðið nes (Hvítanesr sjá Arb. 1900). Nú er þessi uppblástursgeiri örfoka að rnestu, og bærinn Vörsabær er bygður aftur langt innar á norðvesturbrún sandgeirans. Affalls-aurarnir samtengja bæði uppblástrar svæðin á all-löngum spöl norður og norðvestur frá forna- Vörsabæ. Hefir einna mest blásið upp á síðari hluta 19. aldar. En þó vita rnenn ekki hvenær það hefir byrjað, og án efa er langur tími síðan. 1) í Árb. 1900 hefi eg ritað »Ossabæ«, eftir Kaupmannahafnar-Njálu og vanalegum framburði. En réttara mun vera að rita Vörsabæ, sem hér er gjört.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.