Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 23
2? skriðjöklar að myndast. Þá fer Markarfljót að verða vatnsmeira, er því bættust nýjar og auknar kvíslar undan skriðjöklunum. Það brýtur af endilöngu Langanesi og brýzt loks gegnum það yfir í Eyjafjalla-ána ná- lægt litla Dírnon; hefir það siðan baft þar meginfarveg sinn og eytt marga bæi, (þar á meðal Katanes og Svertingsstaði). Smámsaman fer það líka að senda ála út frá sér norðan megin. Þeir brjóta allan jarðveg af svæð- inu milli Gunnarshólma og Teigssands ofan til Vörsabæjarvallar og Aura- sels og gjöra Bleiksá og Merkiá að jökulvötnum. En af auknum árburði stíflast þessir álar um hríð; árnar verða tærar aftur og aurarnir gróa upp. Seinna kemur »Prófastsállinn« og þar eftir »Affallið«, en seinast norðasta kvíslin, sem gerir hvert áblaupið eftir annað (seint á 18. öld?) og kemst gegnurn Teigssand og í Þverá. Landbrotin aukast fram yfir miðju 19. aldar, en svo verður hlé á og er kvíslin oftast litil framundir aldamótin; síðasta aldartuginn er hún þó aftur orðin meiri. Sem framhald landbrotanna frammi á Aurunum verða ákafir upp- blástrar, því landnyrðingar rífa bakkana og taka allan jarðveg burt af ærnu víðlendi. Þegar út eftir dró, þangað sem jökulhlaupið hafði forðum bor- ið meira sand en möl, þá blés svo djúpt niður að tré hins forna skógar komu sumstaðar í ljós. Þessi blástur stíflaði Merkiá (Melsá) með sandi, og tók hún sér farveg um hið lækkaða svæði vestur í Þverá nálægt Lamb- ey — sem eyddist af sandfokinu. Þetta sandfok hefir staðið yfir frá ómunatíð, en að eins í landnyrðingum, og enn er það ekki hætt með öllu. Þetta er nú orðið langt mál, og þó fljótt yfir farið. En niðurstað- an er sú, að á Njálu dögurn hafi engin teljandi torfæra verið rnilli Berg- þórshvols og f llíöarenda Það var að eins Merkiá, sem yfir þurfti að fara, og gætti hennar ekki. Þá er Njálssynir vógu Sigmund og Skjöld, er svo að sjá, sem þeir hafi verið gangandi. (»En þeir gengu þar til er þeir kvámu at þeim«, k. 43); bendir það ekki á neina jökulvatns-kvísl, er á leið þeirra væri. Bezt sést þetta þó í kap. 33, er Otkell reið upp á Gunnar. Þar segir: Stefna þeir austr til Markarfljóts. Hleypir hann nú fyrir Otkell. Ærast nú báðir hestarnir ok hlaupa af leiðinni upp til Fljóts- hlíðar«. Þetta er auðskilið. Þeir Otkell hafa riðið austur hjá Velli og Breiðabólstað og þar yfir Þverá, svo inn á Teigssand vestanverðan þar til er götur skiftast. Lágu aðrar austur yfir Merkiá og svo til Markarfljóts, en hinar upp eftir sandinum til Hlíðarenda. Þá leið hafa hestarnir valið og heldur viljað halda sprettinum áfram en fara yfir ána. Og svo hefir spretturinn staðið alla leið upp á sáðland Gunnars, þar eð öll sú leið var hinn bezti reiðvöllur og þar hvergi neitt það, er stöðvað gæti hestana, eða dregið svo úr ákafa þeirra, að Otkell næði stjórninni sjálfur. — Þá er Lýtingr og bræður hans höfðu drepið Höskuld Njálsson, þá segir sagan (k. 98.): »Þeir fóru í skógana fyrir austan Þverá ok fálu sik

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.