Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 9
9 upp hjá þeim, ef þeir hefðu setið neðan til við vaðið, sem eigi er ólíklegt. Mér kemur nú í hug, að skifta um tilgátur, — því hér verður ekki hjá tilgátum komist, og er þá að taka hina líklegustu. — Sleppum þeirri tilgátunni, að þeir Gunnar hafi komið neðan Hvolhrepp og ætlað að Keld- um; en setjum í staðinn, að þeir hafi fyrst riðið úr eyjunum út á Rang- árvelli neðan til; átt erindi á einhvern bæ þar, en farið þaðan heimleiðis; þá var Þorgeirsvað á leið þeirra, og þá áttu þeir að koma vestan frá að því. Um þetta gat Merði eins vel verið kunnugt fyrir frarn, eins og þó þeir hefðu átt erindi að Keldum. Og urn þetta gat söguritaranum eins vel láðst eftir að geta. En með þessu móti kæmi frásögnin betur heim. Ekki að tala um, hve alt væri eðlilegt og legði sig sjálft, ef það hefði verið Odda-eyjar, en ekki Móeiðarhvols-eyjar, sem Gunnars var von írá. Þá hefði hér verið hin sjálfsagða leið hans, og þyrfti ekki að skapa hon- um neina út úr króka eða aukaerindi. En eg voga samt ekki að koma fram með þá tilgátu. Sagan gefur enga átyllu til þess; og það er ekki líklegt að Hliðarendamenn hafi átt neinn hlut í Oddalandi. Loðmundur, afi Sæmundar fróða, mun um þær mundir hafa búið í Odda, verið mik- ilsháttar maður og átt að líkindum alt Oddaland. Og óvinir Gunnars höfðu vinfengi við Oddaverja. Það sýtidi sig eftir víg Gunnars, að Geir goði settist þar að. Eg skal láta ósagt, hvað hér kann að vera hið rétta, en hefi að eins leitast við að skyra málið. Það var Skúli bóndi Guðmundsson á Keldum, sem sýndi mér Þor- geirsvað og afstöðu örnefna á því svæði, sem nú var lýst. Ur því eg mintist hér að framan á dvöl Geirs goða í Odda, þá verð eg að nota tækifærið til að leiðrétta lítilsháttar missögn, sem mér virðist vera í Njálu, þar sem hún segir frá því, er þeir Högni og Skarphéðinn hefndu Gunnars. Sagan lætur þá fyrst fara til Odda, þaðan Undir Þríhyrn- ing og svo aftur þaðan út til Hofs. En kunnugir sjá, að þetta er ólík- legt. Hitt liggur beint við, að þeir hafi fyrst farið Undir Þríhyrning, þaðan að Odda og á heimleið frá Odda kornið að Hofi. Slík missögn er án efa sprottin af ókunnugleik söguritarans, en gerir að öðru leyti ekkert til. III. Um Markarfljót og Fljótshlíðarárnar sér í lagi með tilliti til Njálu Svo kann að sýnast í fljótu bragði, að það komi Njálu ekki við, hvar vötnin runnu fram um Fljótshlíðarundirlendið á þeim tíma, sem þeir atburðir gerðust, er hún segir frá, þar eð hún sjálf nefnir það ekki á nafn. En, sé betur að gáð, þá finnast þó þau atvik í Njálu, er ekki verða sem ljósust, ef rnaður hugsar sér vötnin alveg eins og þau eru nú. Það er 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.