Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 10
10 sér í lagi kvísl sú, eða áll, sem rennur úr Markarfljóti vestur í Þverá, sem efamál sýnist að þá hafi runnið þar. Hún hefði að líkindum stöðv- að ferð Otkels, er hann reið upp á Gunnar, — því þá hefði hún orðið fyrir honum. Og á flei'ra mætti benda. Hefir þvi þótt ástæða til að rannsaka þetta mál. Að visu gat elcki verið von um, að ná óyggjandi •vissu. En með því að skoða vegsummerki, safna sögnum fróðra manna og athuga það, er af ritum má ráða, gat þó verið von um sennilega nið- urstöðu. Þetta hetí eg leitast við að gjöra, og gef nú þær skýringar um málið, sem hér fara á eftir. Enginn hægðarleikur er að rita skipulega um -þetta efni. þar sem svo margs verður að geta, er hvað grípur inn í annað. Þó verður nú fyrst að lýsa nokkuð landslagi. flfótshlíð liggur frá austri til vesturs sunnan i fjallrana þeim, sem Þríhyrningur og Vatnsdalsfjall standa norðvestan á. Er hlíðin brött innan til, út fyrir Hlíðarenda; þaðan frá er hún meira afhallandi og meira sund- urskorin; er fjallraninn þar lægri og ójafnari. Að innan er hann áfastui Tindafjöllum; er hann þar hálendari og jafnari yfir að líta en þó allur með mishæðum og daladrögum. Kemur þar upp fjöldi af smá-ám og lækjum. Hann er í stuttu máli grösugt heiðarland og eru þar góðir sum- arhagar. Bygð nær nú á dögum eigi lengra inn eftir hlíðinni en þangað sem ranann þrýtur og Tindafjöll taka við. En hlíðin heldur samt áfram sunnan í þeim. Þar gengur Þórólfsfeli fram úr henni. Þar var bygð áð- ur, og lengra inn; hún náði inn á Einhyrningsmörk, gagnvart Þórsmörk. Þar í milli kemur Markarfljót fram úr gljúfrum. Austan megin þess er siðau norðvesturbrún Eyjafjalla, ait út að Seljalandsmúla. Verður þar dalur milli þeirra og Fljótshlíðarfjallanna. Láglendið í honum er flatt og mestalt auri þakið, því fljótið ber fram rnikið af grótmöl árlega, fyllir það farvegi sína, hvern eftir annan, svo ávalt myndast nýir og nýir farvegir fyrir kvíslar þess; breytast þær því sífeldlega, og mikið svæði í kring ligg- ur undir nýjum og nýjum aurbreiðum, sem aldrei fá frið til að gróa upp. Þó liggur fljótið aðallega Eyjafjalla megin, þvi láglendið að innanverðu er jafnan hærra Hlíðar megin. Valda því árnar: Gilsá, Þórólfsá og Marðará, er bera fram feiknarmikinn árburð. Bleiksá má Hka telja. Oefað er það með fram árburði hennar að þakka, að fljótið hefir eigi algjörlega kastað sér vestur að Hliðinni og út með heuni. Ekki hefir hann sarnt verið nógu mikill til að varna því, að kvísl, eða áll, úr fljótinu brytist þangað og vestur í Þverá. Engir bæir eru á láglendinu í dalnum (Fljótshlíðar- dalnum); en þá er út eftir honum dregur og hann víkkar, er það víða grösugt og haglendi gott. Mestalt tilheyrir það jörðum í Fljótshlíð. Það er nú kallað éinu nafni Aurarnir. Austan til á Aurunum stendur upp úr þeim einstakur ás, brattur öllum megin og hár að tiltölu en þó grasi vax- inn. Hann heitir Dímon. í suðurhorni ássins er mórautt móberg og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.