Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 29
29 seinlegt verk, að úthöggva svo hart berg. Það er næstum ótrúlegt, að menn hafi lagt það erfiði á sig, nema nauðsyn bæri til. En þá nauðsyn geti eg ekki hugsað mér þar, sem nóg var byggingarefni og nægur reka- viður til húsagerðar, eins og var undir Eyjafjöllum bæði á landnámstíð og eftir það. Auk þess eru hellarnir svo myndarlega, og mér liggur við að segja snildarlega gjörðir, að það lýsir talsverðri kunnáttu. Þeir sem hjuggu þá út, virðast hafa verið allvel æfðir i því verki. Mér liggur við að efast um, að hellarnir séu frá Islands bygðar tíma. Mundi ekki hugs- anlegt, að þeir gæti verið eldri? Mér hefir dottið í hug, að þeir kunni, ef til vill, að vera eftir _papa, eða hina írsku menn, sem hér voru fyrri en vorir norrænu feður. Þeir hafa án efa farið hingað til þess, að íorðast á- rásir heiðinna víkinga. Þeir hafa vonað, að Norðmenn legði ekki leiðir sínar til þessa afskekta, óbygða lands. Tryggingu fyrir því hafa þeir þó ekki haft. Líklega hafa þeir af og til búist við því, sem fram kom, að Norðmenn kæmi hingað, þó ekki væri nerna eitt og eitt skip í einu af tilviljun. En af þeirn væntu þeir sér þá alls ills, og mundu helzt hafa óskað, að þeir kæmi ekki auga á híbýli Ira hér. Og ef þeir kæmi auga á þau, og vildi eyðileggja þau, — sem þeir auðvitað tnundu vilja, — þá væri hvorki mjög auðgert að rjúfa þau né brenna. Og þar eð gjöra má ráð fyrir, að sumir af þessum Irum hafi kunnað til kastalagerðar og að úthöggva vigi í klettum, þá virðist mér að minsta kosti engin fjarstæða, að hellarnir kunni að vera eftir þá. En þessi tilgáta er svo ný, að eg vil ekki að svo stöddu fara fleiri orðum um hana. Þó skal eg geta þess, að tveir merkir og mentaðir menn, sem eg átti tal við utn hellana, kornu báðir fram með þessa sömu tilgátu, án þess hvor vissi af öðrum, og án þess eg hefði sagt þeim, að mér hefði dottið það í lntg. Þetta jók mér hug til að kasta tilgátunni fram. V. Fornar valnsmylnuleifar. Bærinn Torfastaðir í Fijótshlíð stendur suðaustan í hæðarrana, sem gengur fram úr hálendinu fyrir ofan Hlíðina. Austanvert gengur d.alskora inn með rananum og er annar rani hinurn megin hennar. Stendur Kolla- bœr fremst á honum. Að innanverðu er dalskoran allþröng, og verður hún þar af 3 giljum er koma saman í he-nni. Hún er kölluð Torfastaða- gróf\ eða »Grófin«, og þykir mér eigi ólíkiegt, að hún hafi fyrrum verið kölluð Geil og gilin sem konia satnan í henni Geilastojnar. Á það hefi eg áður bent í Árb. fornl.fél. 1886, bis. 57, og er ekki ætlan mín að fara út í það hér. — Eftir Grófinni rennur lækur fram í Þverá. Hann hefir fyrir löngu grafið sér djúpan farveg eða gil ofan í undirlendið í Grófinni, •— þar áður hefir hunn runnið ofan á yfirborði þess. Þá er gil þetta var orðið svo vítt, að lækurjnn hætti að brjóta bakkana, hafa þeir gróið upp

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.