Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 34
?4
ist óhöggað yfir um þvert og lá á skriðugrjóti — sem þar er alstaðar
undir jarðvegi. Einn undirstöðusteinninn hvíldi raunar meðfram á mold;
en það gat verið af áhrifum vatns og klaka. Og hvernig sem eg leit á,
var mér ekki hægt að hugsa mér þar tiein líkindi til dyra. A suðurhlið-
inni var dálítið skarð við austurendann, sem næstum líkist dyrum. Lét
eg þvi grafa með þeirri hliðinni. Var hún nokkurnveginn heil að sjá,
nema að steina vantaði í efsta lagið þar, sem skarðið var. En undirstað-
an var þar sem annarstaðar. Virtist mér að þar hefði steinarnir fallið úr.
Mold var undir tveimur vestustu undirstöðusteinunum í þessari hlið; allir
aðrir lágu á skriðugrjóti. Eins og rústin kom mér fyrir sjónir, gat eg
varla talið hana líklega til að vera hústóft. Hitt gæti verið, að hér hefði
verið hærri bygging; hústóft, nfl. staðið ofan á því sem nú er eftir. Þó
leizt mér svo á brúnir rústarinnar að þær mundu ójafnari en þær eru, ef
ofan á þeim hefði verið hærri hleðsla, sem ’nefði fallið. Eg hefi síðan
hugsað um þetta, og hefir nú komið í hug, að rústin muni vera upp-
hækkun eða »grunnur« undan kirkjunni Örlygs, og hafi hún verið gjör
af viði einum, — eins og t. a. m. skáii Gunnars á Hlíðarenda. »Biskup
fekk honum kirkjuvið«, og er hugsanlegt, að það hafi verið tilbúinn við-
ur í alla kirkjuna. Eigi þarf að ætla, að skáli Gunnars hafi verið eina
husið hér á iandi í fornöld, sem af viði einum var gjört. Viðhafnarmestu
húsin, sem mikils háttar menn bygðu, bæði íveruhús, og eigi síður kirkjur,
hafa á blómaöld landsins að öllum líkindum verið timburhús. Og þá er
stórmenni fóru utan, að sækja kirkjuvið, eins og t. a. m. Þorkell Eyjólfs-
son, þá má mikið vera hafi slík ferð verið gjör að eins til að fá viðinn
til ræfursins, en kirkjurnar hafi að öðrn leyti verið bygðar aí torfi, — þó
það yrði alment siðar. Um þetta er hvergi neitt getið, af né á, og verð-
ur maður að hugsa sér þetta eins og honum þykir líkiegast. — Þá er
þessi hugsun rann upp fyrir mér, þótti mér því betur, að hafa ekki hagg-
að rústinni. Nú mætti athuga hana betur með þetta í huga.
Girðingin, sem kölluð er kirkjugarður, er fyrir austan rústina; er
austurgafl hennar áfastur við suðvesturhorn girðingarinnar. Hún er 11
faðma breið frá austri til vesturs, og 12 fðm. löng frá norðri til suðurs.
Sér glögt til hennar öilum megin; hefir þó skriða runnið fram á norður-
vegg hennar. Framhald aí honum gengur vestur á móts við kirkjutóftina
og verður þar smá-girðing við norðurhlið tóftarinnar, 4 fðm. frá austri til
vesturs og 6 fðm. frá norðri til suðurs austantil, en gengur að sér vest-
antil. Jarðvegur er hér alstaðar þunnur og skriðu-grjóturð undir. Fann
eg hvergi álnardjúpt niður að grjóti í stóru girðingunni. Og þó lík væri
eigi grafin djúpt i fornöld, þá þykir mér þó ólíklegt, að þetta hafi verið
grafreitur. Gæti eg betur trúað að það væri nátthagi frá seinni öldum,
eða útgræðslugerði, en hafi fengið kirkjugarðsnafnið af því, að menn hafi
álitið sjálfsagt, að þar sem kirkja hefði verið, þar hefði kirkjugarður líka