Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 1
Rannsókn í Rangárþingi sumarið 1901. Eftir Brynjúlf Jónsson. I. »Undir Þríhyrningu. Svo segir í Landnámu, 5. P. 3. Kv »Þorl<ell bundinfóti nam land at ráði Hængs umhverfis Þríhyrning ok bjó þar undir fjallinu«. Aður í sama kap. segir: . »Hængr hafði ok undir sér lönd öll fur austan Rangá hina eystri ok Vatnsfell, til lækjar þess, er fellr fur utan Breiðabólstað, ok fur ofan Þverá«.......Þríhyrningr og Vatnsfell — sem nú heitir Vatnsdalsfjall — standa bæði utan í útnorðurjaðri fjallrana þess, er geng- ur vestur af suðurenda Tindafjalla, og skilur Rangárvalla-undirlendið frá Fljótshlíðarundirlendinu. Mynda þessi 2 fjöll mestan hluta af útnorður- brún fjallranans, en gnæfa hátt upp yfir hann, einkum Þríhyrningur. Fiská rennur norðvestan fram með þeim báðum ofan til Rangár, og eru bæði fjöllin brött mjög að henni. A þá hliðina eru þau hærri, en nokkru lægri á suðausturhliðina, því þeim megin liggur hærra land að þeim, þ. e. a. s. fjallraninn. Hjá Vatndalsfjalli er hann samt farinn að lækka, en Þríhyrningur stendur talsvert hærra. Milli þeirra er lágt skarð við Fiská og gengur þaðan dalur upp að Þrihyrningshálsi vestanverðum og heitir Eingidalur; en þaðan suðvestur gengur framhald dalsins upp með gili því, er fellur norður með Vatnsdalsfjalli til Fiskár. Þar undir fjallinu, upp með gilinu, stendur nú bærinn Vatnsdalur í fagurri hlíð. Er þaðan svo langur spölur upp að Þríhyrningi, að svarar stuttri bæjarleið. Norð- vestan fram með Þríhyrningi liggur aflöng hæð, ávöl og eigi allhá, en þó nokkuð brött. Hún heitir nú Reynijellsalda, því bærinn Reynifell stendur norðvestanundir 'nenni. Fiská rennur fram milli Öldunnar og Þríhyrnings og er þar þröngt milli, en fram frá Öldunni rennur hún á eyrum stuttan 1

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.