Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 13
1$ fljót. í Austur-Landeyjutn heita: Krossfljót og Hallgeirseyjarfljót, í Vestur- Landeyjum: Fíflholtsfljót ug Hemlufljót. Þau eru öll, nema Hemlufljót, hyldjúpir graflækir með leirvatni, er sígur úr mýrunum. Upptök þeirra eru mýra-keldudrög, og eigi er hægt að sjá, að þau standi í neinu sam- bandi við Markarfljót, eða hafi nokkurn tíma gjört það. Skanrt frá útfalli Krossfljóts er bærhin «Gularás». Það bæjarnafn er óskiljanlegt, því þar er enginn ás. L.n Einar bóndi Arnason í Miðey sagði mér þá tilgátu sína: að Krossfljót hefði fyrrum heitið Gulá, og bærinn verið kendur við ós hennar og héti því réttu nafni Gulárós, Þetta er sennileg skýring, og gæti hún bent til þess, að öll »fljótin« hafi fyrrum átt önnur nöjn, en seinna verið kölluð »fljót«, af því menn hafi farið að ímynda sér, að þau væri raunar gamlir farvegir eftir kvíslar úr Markarfljóti. — Hemlufljót er ólíkt hinurn að þvi, að það er grunt, i því rennur tært vatn og botninn er tnalarsandur. Er auðséð að þar hefir runnið fjallavaín á sinum tima. Það hefir upptök, að því er nú verður séð, í svo nefndum Bótum fyrir ofan Ey og Hemlu. En þar litlu ofar eru uppblástrar, sem hafa breytt ‘andslaginu rneira eða minna. Þetta sem nú hefir verið sagt um landslagið, á eingöngu við það eins og- það er nú. En breytingar hafa tniklar orðið á þessu svæði, eink- um innan til, og mest af Markarfljóts völdum. Vegsummerkin sem sjá má eftir breytingarnar, eru að einu leyti jar- vegir eftir hurtleiddar ár og laki, og í annan stað landhrota menjar, er jök- ulvötnin hafa brotiö hinn fortta jarðveg, en vindurinn sumstaðar tekið við þar, sem þau hættu. Farvegir eru sýndir á Aurunutn eftir Bleiksá og Merkiá þar setn þær hafa runnið, áður en fljótskvíslin tók þær og leiddi þær til Þverár. Bleiksárfarvegar hefi eg getið i Arb fornl.fél. 1900, bls. 3, en hefi nú kynt mér hann betur: Hann ketnur þegar i ljós uppi undir aurbreiðu fljótskvíslarinnar, beint bar framundan sem kvíslin nú tekur Bleiksá. Svo rná fylgja farveginum ofaneftir nýgræðttnni, ofan um túnið í Auraseli og svo sörnu stefnu út eftir, þar til komið er rnóts við Kanastaði. V’atn rennur oft í farveginum: en á móts við Kanastaði rennur það úr honum út í Aftállið um vitt sandskarð, sent þó fyrir 20 árum, er eg sá það fyrst, var að eins dálítill skurður. Þar höfðu Berjanesmenn snemma á 19. öld grafið skurð úr Bleiksárfarvegi í Affallið. til að veita vatni frá engjunt sín- um. En skurðurinn var gjör i sandjörð og varð að landbroti. Páll i Ey kvað gamlan rnann uppi, er myndi þetta. A þvi svæði er landið enn að blása upp, svo að sandur og rof hafa hulið farveginn þar á litlu bili. Brátt kernur hann þó i Ijós aftur i sömu stefnu og liggur síðan út eftir Berjaness- og Fiflholtslöndum, unz Affailið kernur saman við hann nokkr- um spöl fyrir ofan Bergþórshvol. Þaðan af hefir það tekið hann burt. — Nafninu: Bleiksá heldur hann alstaðar þar, er til hans sér,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.