Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 22
22 Hér eru nú framkomriar allar þær upplýsingar um þetta efni, sem mér hetir tekist að ná i. Skal eg játa, að það mega eins heita bendingar. En af því þessar bendingar virðast þó að vísa í eina átt, leyfi eg mér að draga ályktun af þeim. Og ályktun mín hygg eg verði ljósust með því, að setja fram stutt yfirlit j'íir myndunarsögu Fljótshliðarundirlendisins, eins og mér virðist liggja næst að hugsa sér hana. Fyrst lá sájór yfir öllu þessu svæði. Þórsmörk og Einhyrningsmörk voru við fjarðarbotn. En, auk þess sem landið hafði hækkað, komu jök- ulhlaup undan isaldarjökli, sem var að bráðna, og báru fram svo mikinn aur, að fjörðinn fylti og mikið aurland myndaðist fram i sjóinn Svo kom gróðrar-tímabil, Aurlandið greri upp og varð skógi vaxið og hann varð stórvaxinn og blómlegur. En löngu seinna kom aftur jökulhlaup, sem bar svo þykkvan aur yfir alt þetta svæði, að margra álna þykt malar- lag lagðist ofan yfir skóginn og útilokaði alt í einu frá honum áhrif lofts og sólar, svo hann hefir eigi náð að fúna. Innan til á svæðinu var flóð þetta straumharðara; þar 'lagðist skógurinn út af. (Veitan, Rásin sjá á undan), en nær sjó var það lygnara. Þar stóðu stofnarnir uppréttir (Fauski). Drumbana, sem á Aurunum hafa fundist, verður líka að heim- færa hér undir, þar eð þeir voru svo alveg ófúnir, að flísum úr þeirn mátti vefja um fingur sér. Þó skógar frá seinni tíð hefði sandkafist þar smátt og smátt, af uppblástri, þá hefði. þeir fúnað, sem víða sér dæmi til, — Meðan flóð þetta var að fjara af, var svæðið, einkum lægri hluti þess, alsett stöðuvötnum, er víða voru að eins hr)?ggir á milli; sér enn vott þess sumstaðar í Landeyjunum. Loks mynduðust djúpir skorningar »(fljót- in«) á nokkrum stöðum. Þar rann vatnið til sjávar. Aftur kom nú gróðrartímabil, svæðið varð grasi gróið og skógi vaxið. — Jöklar voru raunar nokkrir á fjöllunum fyrir ofan, en voru enn litlir, og engir skrið- jöidar. Jökulvötn voru því lítil og Markarfljót var ólíku minna en nú. Það rann fram eftir miðjum dalnum austantil; stefndi lengst til vesturs, en beygði loks til suðurs. Þar kom í það á sú, er myndaðist af öllum Vestur-Evjafjalla-ánuiu milli Merkur og Seljalands. Milli þeirrar ár og Markarfljóts varð nes, þar senr nú eru HóÍmabæirnir, og þaðan gekk sam- feit undirlendi, (Langanes [ásamt nesinu}) inn með öllum Vestur-Eyjafjöll- um til Krossár og Jöldusteins, og fyrir innan Kiossá var framhald þess undirlendis allbreiður geiri milli Þórsmerkur og fljótsins. Norðanmegin fljótsins var og grösugt undirlendi út eftír dalnurn. Þrjár instu Fijótshlið- arárnar runnu beint niður í fljótið. Allar aðrar ár og lækir hlíðarinnar sameinuðust i þrjár ár, er runnu hér um bil samhliða til sjávar. (Bleiksá, Merkiá [s. s. Melsá] og Þverá), en úr Markarfljóti rann þá engin kvísl vestur á sléttlendið. Þannig stóð er landið bygðist og lengi eftir það. Út af jarðeldaumbrotum (á 14. öid?) fór að koma gangur í jöklana og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.