Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 11
II hefir þar áður verið skriða, sem nú er gróin. Það segja menn sé Rauða- skriða sem Njála nefnir, og kemur það vel heim. Fyrir norðan og vest- an Dímon er langur grashólmi, sem þó skiftist í tvent við dálitla rás: heitir nyrðri hlutinn Hallshólmi, en syðri hlutinn Gunnarshólmi. Þar er sagt að Gunnar hafi snúið aftur, og er það líldegt eftir afstöðu. En eins og Gunnarshólmi er nú, er mestur hluti hans nýgræða frá seinni tímum en að eins tiltölulega litill partur með fornum jarðvegi — Hugsi maður sér línu dregna þvert yfir frá Seljalandsmúla að Kotmúla (Kornmúla?) fyrir innan Breiðabólstað, þá má þar telja Fljótshlíðardalinn þrotinn. En undir- lendið heldur áfram til sjávar og breikkar bæði austur og vestur. Verður þar víðlendi allmikið, grösugt og bygt hérað og hefst bygðin nokkru fyr- ir neðan (utan) línu þá, sem nú var nefnd. Eru þar nú 2 hteppar: Aust- ur- og Vestur-Landeyjar. Aður var það þó einn hreppur, og hét í forn- öld Eyjasveit. Eru þar ýmsir beztu bæirnir kendir við ey, svo sern Hall- veirsev, Hildisey, Akurey, Ey o. fi., og má vera að sveitin hafi haft nafn af þeim, — hvernig sem á þeim nöfnum stendur. En Landeyjar [0: hinar landföstu eyjar?) halda menn að hafi fengið þetta nafn af því, að þær liggja milli Markarfljóts og kvísla sem úr því falla. Þess er nfl getið hér að framan, að kvísl, eða áll, úr fljótinu hafi brotist vestur með Fljótshlíðinni og vestur í Þverá, sem rennur síðan vestur með öllum norðurjaðri Vestur-Landeyjanna og takmarkar þær þeim megin. Litlu sunnar rennur annar áll úr fljótinu fram miðja Aura, fram milli Vestur- og Austur-Landeyja og til sjávar hjá Bergþórshvoli. All þessi heitir Affallið. En fyrir austan Austur-Landeyjar rennur fljótið sjálft, eða sú kvísl þess, sem kallast Alarnir. Þeir koma úr fljótinu fyrir neðan Dímon, bevgj.a fyrst norður á við að Gunnarshólma og renna svo í löng- um sveig niður með honum og Austur-Landeyjunum til sjávar. Austan megin Alanna eru grösugar eyjar, á þeim standa Hólmabæirnir. Fyrir austan þær eyjar er fljótið sjálft, en milli eyjanna rennur áll úr því vest- ur í Alana; hann heitir Fauski, og mun hann síðar nefndur. Alarnir renna um alimikla aurbreiðu, einkum að ofanverðu; en lítil er hún þó hjá þvt feiknaflæmi af aur og sandi, sem fljótið sjálft hefir til að ftóa yfir i vatnavöxtum og til að dreifa kvísium sínum yfir þess í milli. Og þetta flæmi nægir því þó ekki. Það gengur æ meir yfir að Eyjafjalla-undir- lendinu og vofir yfir því með eyðileggingu. Þess utan legst það ýmist í Alana, Affallið eða Þverárkvíslina. Eftir er að minnast á Fljótshliðarárnar. En oflangt yrði að telja upp allar þær smá-ár og læki, sem þar renna ofan. Þarf heldur ekki að nefna nema þrjár: Bleiksá, Merkiá og Þverá (sem áður er nefnd). I þær renna allar aðrar ár og lækir þar úr Hlíðinni, nema Gilsá, Þórólpá og Marðará, sem renna í fljótið fyrir innan bygð. Bleiksá kemur fram úr djúpu og þröngu gljúfri milli Barkarstaða og Eyvindarmúla, og skilur lönd þeirra

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.