Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 12
12 jarfa. Merkiá skilur lönd Eyvindarmúla og Hlíðarenda; hún fellur ofan á láglendið nni fors, einkar einkennilegan. Vatnið hefir gjört sér hol niður í gegnum bergið, en það er heilt fyrir framan. Fellur forsinn beint nið- ur þar innanundir og sér í hann á þrem stöðum gegnum göt á berginu; svo kemur áin fram úr fjórða gatinu, sem er neðst. Nú rennur bæði Rleiksá og Merkiá í Fijótskvíslina ásamt öllum öðrurn ám og lækjum þar nær, og flytur hún það vatn til Þverár. Þvcrá hefir upptök lengst uppi á heiðinni (fjallrananum) skamt frá klettaborg þeitri er heitir »T.itli Þrí- hyrningur« og er eigi allskamt austur frá fjallinu (Stóra-) Þríhyrningi. Hún skilur Hlíðarendaland frá næstu jörðurn fyrir vestan og fellur beint í suður ofan Hlíðina, en er niður á láglendi kernur, snarbeygir hún til vest- urs og heldur þeirri stefnu síðan. Allar ár og lækir sem utar koma ofan úr Hlíðinni, svo sem Grjótá, Kvoslœkjará og Flókastaðaá, renna í Þverá og hefir svo ávalt verið. Verður hún að miklu vatnsfalli, og þó einkum þá er fljótskvíslin er vatnsmikil; en það er mismunandi. ■— Nú er það orðið altítt, að láta fljótskvíslina halda Þverár-nafui inn að fljóti, en kalla hina eiginlegu Þverá: »IJtlu-Þverá« til aðgreiningar. Sunnanfram með Þverá, framundan mestöllum ytri hluta Fljótshlíðar, er flatur malar-rimi, eigi breiður eftir lengd, en hærri en landið til hliðar við hann. Hann heitir Teigssandur, þvi talsverður bluti hans að innanverðu liggur í landi jarðarinnar Teigs í Fljótshlíð. Þverárkvíslin (fljótskvíslin) hefir brotið tals- vert af honurn að innanverðu. Er nú lægð við innri enda hans og lækj- ardrag í henni. Þar er nýgræða. Að utanverðu smá-lækkar sandurinn, og framundan Breiðabóistað, eða litlu austar, er hann þrotinn. Austan- fram með honum er farvegur með litlu vatni í; hann er kallaður Fljóts- vegur. Skamt sunnar er Aurasel. Það var bygt eftir »Skaftáreldinn«. Maður, er Páll hét, hraktist austan, og fekk leyfi síra Stefáns á Breiðaból- stað til að búa þar.1 Aurasel stendur á efsta horni hins forna jarðvegar á Vestur-Landeyja-aurunum. A Austur-Landeyja-aurunum er það Vörsa- bæjarvöllur sem myndar efsta horn hins forna jarðvegar. Alt svæðið þar á milli, framan frá Höfðanum — sem er nál. móts við forna Vörsabæ — og upp í móts við Dimon, er nýgræða, og þó ekki allung. Affallið rennur fram í gegnum hana; en frá Gunnarshólma er hún skilin af kvísl úr Markarfljóti, sem þar rennur fram og stefnir á Vörsabæjarvöll, en beyg- ir síðan austur á við og fellur í Alana. Kvísl þessi er kölluð Prójastsáll, þvi Þorleifur prófastur Arason druknaði þar, 12. febr. 1727. Loks verður að geta um rásir þær í Landeyjunum sem kallaðar eru 1) Páll var faðir Ögmundar eldra í Auraseli, föður Ögmundar yngra þar, sem haldinn var »kunnáttumaður«, Son hans er Páll bóndi í Ey, greindur maður og fróður,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.