Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 26
26
legum rákum, og þvi eyðilagt þær af áséttu ráði; liklega álitið þær galdra-
stafi(l). Eina bandrún r sá eg þar. Læt eg hér fylgia*mynd hennar, að því
er eg þóttist sjá hana;<'Hen hún er óglögg ofan til. Læt eg ósagt hvað
úr henni á að lesa.'i Að þessu undanskildu eru engin mannaverk á
Paradisarhelli.
4. Steinahellir er varla til samanburðar. Bergið er þar móhella.
Engin eru þar mannaverka merki að sjá, nema nýgrafin skonsa inn úr
honum, sem höfð er fyrir heystæði, þvi hellirinn er hafður fyrir fjárhús á
vetrum. En líka hefir hann lengi verið þinghús Austur-Eyfellinga. Hann
er allvíður en lágur eftir vídd og mjög ójafn innan með óreglulegum
stöllum og hvilftum, eins og náttúran (sjórinn?) hefir gengið frá honum.
Þá kem eg nú til að lýsa þeim hellunum, sem erindi mitt var
að skoða:
1. Rútshellir hjá Hrútafelli undir Austur-Eyjafjöllum er nafnkunnur
og hefir lengi verið álitinn næsta eiukennilegur. Bergið í honum er hart
þursaberg (breccie) með smá-eitlum. Er hann í stökum kletti undir fjall-
inu fyrir ofan bæinn, lítið austantil. Er kletturinn því líkastur, sem hann
sé frálaus og hrapaður úr fjallinu, því komast má gegnum klettinn um
opnu eða glufu bak við hellinn, og er sem þar sé alt bergið sprungið.
Margir aðrir stórir steinar hafa fallið þar úr fjallinu; en miklu er þessi
meiri en nokkur þeirra. Framan á að sjá er kletturinn þó jarðfastur og
samgróinn við blágrýtisklöpp, sem undir honum er. Stendur hún þó nokk-
uð framuudan, og myndar hátt þrep fyrir framan hellisdyrnar. Hellirinn
er nál. 20 al. langur, nál. 6 al. breiður en að eins 3'/2 al hár. alstaðar
jafn að kalla. Blágrýtisklöppin myndar gólf hans, og er það hærra að
innanverðu. I glufunni, eða gjögrinu, bak við hellinn sér þó ekki á blá-
grýtisklöppina; þar er þursaberg niður úr gegn; liggur glufan þó lægra en
hellisgólfið. Svo er kletturinn stór, að austurveggur hellisins er á að gizka
2 al. þykkur, hinn þó miklu þykkri, en ræfrið þó þykkast. Brekka er
upp með vesturhlið hellisins. Þar verða fyrir dyr á öðrum helli, er geng-
ur þvert inn í klettinn og stefnir á aðalhellinn miðjan. Dyrnar eru lágar,
og er niðurgengt í þenna þverhelli. Niðri er hann nál. 6 al víður, nál.
7 al. langur og nál. 4 al. hár. Þó hann sé ekki hærri en þetta, hafa á
sínum tíma verið settir í hann bitar af tré; sjást sporin, sem fyrir þá eru
höggvin, báðum megin í hliðunum, og þar niður undan eru holur í miðju
gólfi fyrir stoðir, sem staðið hafa undir bitunum. Gaflinn í þessum helli,
milli hans og aðalhellisins, er svo þunnur, að hann hefir öðrum megin
brotnað burt, næstum hálfur, og er þar allvítt op inn í aðalhellinn, ná-
lægt miðju hans, og er þar ofan af meir en álnarháu þrepi að fara ofan
í aðalhellinn. Sá hluti gaflsins, sem heill er, fláir dálítið; má ganga hann
upp, og kemur maður þá í skot, sem er jafnbreitt þverhellinum, en tæp-
lega 3 al. hátt. Er það sem loft yfir aðalhellinum á þeim parti, en leng-