Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 21
Lambhúshóll (hjáleiga frá Dal) »ejrdd fyrir 6ó árum«. — Þar sér enn lítið eitt á bæjarhólinn upp úr aurunum. Pétursfel (hjáleiga frá Seljalandi) »eytt fyrir 20 árum aí sandi og vatni«. Setberg og Hvasstún »eydd af Markarfljóti fyrir 60 árum«. Fleiri hjáleigur eru taldar eyddar, en óvíst að Markarfljót hafi valdið. Menn ætla, að Svertingsstaðir, bær Jörundar goða, sé hulinn fljóts- auri, og líklega fleiri jarðir. En vissa um það er engin. A þessurn stöðvum sækir fljótið æ meir austur á bóginn, enda þótt það sé með billibilum, og liggi stundum meira í Álunum. Það er nokk- ur ástæða til að ímynda sér, að Álarnir séu upprunafarvegur fljótsins á þessum svæðum. Að minsta kosti hefir það runnið nær Dímon á Njálu dögum en aðalfljótið rennur nú, því svo er að sjá, sem Njálssynir hafi átt mjög skamt úr Rauðuskriðu ofan að fljótinu og yfir það. Á frásögnin mjög vel við ef fljótið hefir þá runnið þar, sem nú eru Álarnir. Það virðist líka líta svo út, sem það hafi runnið þar fram eftir öldum, því að Hólmabæirnir teljast til Eyjafjallasveitar, ■— allir nema Miðeyjarhólmur. En um hann segir Á. M. að hann sé »fyrst bygður fyrir 95 árum (þ. e. 1615) úr Miðeyjarlandi af Cláusi Eyjólfssyni á Hólmum, en hans kvinnu Ingibjörgu Þorleifsdóttur á gif'tingardegi gefinn að sögn manna af Erlendi Ásmundssyni á Hvoli, S hndr. Þó hafa eigandi og ábúandi heimajarðar- innar eftir sem áður reiknað hana og tíundað _o hndr.«. Það lítur næst- um út fyrir, að eigandi og ábúandi Miðeyjar hafi ekki viljað kannast við það, að Miðeyjarhólmur hafi verið bygður úr Miðeyjarlandi, og yfir höfuð virðist þessi gjöf hafa vakið athygli, er hún var svo í minnurn höfð eftir 96 ár, að vert þótti að skýra frá henni í jarðabókinni. Mér sýnist því, að »Miðeyjarhólmur« sé veik sönnuti móti þvi, að fljótið hafi aðallega runnið í Álunum fyrrum. En hitt er athugaverðara, að aurabreiða þeirra er ekki sérlega víðáttumikil þá frameftir dregur. En það mun vera djarft að geta þess til, að fljótið hafi verið minna fyrrum; — þá hafa þó skrið- jöklar verið minni. Mér getur ekki sýnst það nein fjarstæða. Þá er skýrt var frá sögnutn manna hér að framan, láðist eftir að geta þess, að Jón bóndi Halldórsson á Strönd sagði mér, að Halldór sál. tré- smiður í Strandarhjáieigu, greindur maður og vandaður, hefði sagt sér, að hann hefði heyrt gamlan tnann minnast á það, að' hann hefði íyrir mörg- um árum séð lögfestu yfir Fíflholtsland, og hefði verið talið að ná »vest- ur að Melsá«. Nú sagði Jón, að Melsá gæti ekki verið annað en Hemlu- fljótið; enda væri það landamerki Fíflholts að vestan. Það er rétt athugað, að ekki er á því svæði um neinn farveg að ræða, sem gæti verið Melsá, annan en Hemlufljótið. •— Þess get eg um leið, að Jón kom fram með sömu tilgátu sem Einar í Miðey, að »Gularás« sé — Gulárós, Vissi þó hvorugur aí öðrum. —

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.