Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 28
28 því svo verið notað í hleðslu. Veggirnir standa eftir lóðréttir og mynda nær kringlólta rétt, sem er opin að frarnan. Er þar hleðsla fyrir og dyr á. Austurveggurinn er ekki hærri en tæpl. 4 al. Getur hafa brotnað of- an af honum. Að vestan- og innanverðu er nærri helmingi hærra Þar hátt uppi er op, eigi ólíkt gluggatóft, inn í miðhellinn. Ekki er það fullyrðandi, að þetta austasta hellisstæði hafi nokkurntíma haft ræfur; en vel er það myndað innan og ber ljós merki mannaverka. Miðhellirinn gengur lengra inn í klettinn; er nál. 15 al. langur, nál. 7 al. hár og nál. 4 al. víður. Veggirnir eru lóðréttir hátt upp eftir, en ræfrið er brött hvelfing. I veggjunum, nálægt miðri hæð, eru bitaför andspænis, 3 hvoru megin. Mætti þar vel hafa verið timburloft; er nóg hæð til þess, bæði }7fir og undir. Hefði loftið þá fengið birtu úr opinu sem fyr er getið. D}rrnar eru jafnvíðar hellinum sjálfum og næstum eins háar. Er í þær hlaðið, og eru þar dyr á. Mjög eru veggirnir þunnir eftir hæðinni. Hinn eystri, sem liggur að hinu opna hellisstæði, er svo þunnur, að þar er nú kotnið smágat á í einum stað. Vestur-veggurinn er nál. spannar þykkur. A honum eru dyr inn í vesturhellinn og eru þær vel 3 al. háar, en tæpl. 1 al. víðar. Katnparnir eru lóðréttir, en bogatnyndaðir að ofan, Vest- urhellirinn er lítill; nál. 6 al. langur, en nál 4 al. á hæð og vidd, veggir mjög svo lóðréttir og ræfrið bogahvelfing. Fyrir dyr hans er alveg hlað- ið og gluggi þar á ofan til. í þessum hellum gat eg ekki séð að vottaði fyrir neinum bergþvala. Hinn litli (vesturhellirinn) er nú hafður fyrir heyhús, en hinn stóri (miðhellirinn) fyrir hesthús á vetrum. 4. Kverkarhelltr er í kvos norðanundir bæjarmúlanum á Seljalandi og gengur inn undir háán hamar, en brött brekka, eigi allhá, fyrir neðan dy'rnar. Bergið er þursaberg eins og í hinum. Hann er rniklu lengstur, víst 40 al., en eigi nemá 4 al. á hæð og litlu meir á vídd. Lítið eitt er hann víðastur um miðjuna, en annars jafn innan, gaflinn afmarkaður og ræfrið bogahvelfing. Eigi er hann laus við bergþvala. Hann er nú að framanverðu hafður fyrir fjárhús og er með »garða«. En innri hlutinn er ónotaður og fráskilinn, með þvergarði, sem er nálægt um miðjuna. Þil er fyrir dyrum. Fyrir nokkru var hann um hríð þinghús Vestur-Eyja- fjallahrepps. Nú þykist eg ekki lengur í vafa um það, að þessir umræddu hellar, — og þá Geldingalækjarhellirinn lika, —■ séu af mönnum gjörðir, að mestu eða öllu leyti. Sjálfsagt liggur n.ærri að hugsa, að sjórinn hafi verið bú- ínn að létta undir það verk; að menn hafi notað gjögur og skúta eftir hann, eins og t. a. m. Dímonarhellinn, höggvið þá út og lagað. Þetta getur samt naumast verið tilfellið með Rútshelli eða Seljalandshellana, þar sem stakir klettar eru svo að segja gjörholaðir út af aðskildum hellum og mjög þunnir veggir á milli. En þótt svo hafi verið, að menn hafi ekki að öllu leyti gjört verkið sjálfir, þá hefir það samt hlotið að vera erfitt og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.