Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Side 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Side 45
45' unarhús Húsatóftarmanna, er eg reri þar, 1865 og 1866; og þar á klöpp- inni var aflanum skift eftir róðra og gjört að fiskinum. Þá var þó klöpp- in umflotin af sjó í stórstraumsflóðum. Nú er hún enn meira umflotin, og ekki þykir lengur óhætt að hafa hús á henni. Hefir þnð nú verið flutt í land, og sjást engin merki eftir byggingu á klöppinni. Sjálf höfn- in var þar, seni nú heitir d Hvirflunum Hún er djúp vel, en lítil um- máls. Voru skipin bundin á 3 vegu við járnbolta, sem festir voru í klappir. Tveir af þeim voru í Húsatóftalandi, en einn í Staðarlandi. Jón bóndi Sæmundsson á Húsatóftum lét, nálægt 1850, taka upp báða þá boltana, sem í hans landi voru, og færa heim til bæjar. Er annar þeirra nú hafður fyrir hestastein. I Staðarlandi stendur boltinn enn óhaggaður, en mjög er hann rír orðinn ofantil og sænúinn. Hann er nú hið eina mannaverk, sem rninnir á kaupstaðiun. j 1. Utilegumannabæli hafa menn álitið rústir nokkrar í hrauninu fyrir ofan Húsatóftir, svo sem i1/* kl.tíma leið þaðan ef mannavegur væri. En líttfært er að komast þangað nema á einn veg, með því að fara langan krók og þó mjög vandfarið. Má nærri geta, að þar er litið urn mannaferðir, þar eð enginn vissi af rústum þessum fyr en þær fund- ust af tilviljun litlu eftir 1870. Mér þótti einsætt að koma á þenna stað, en gat ekki uppspurt neinn, er hefði komið þar, utan Sæmund bónda Jónsson á Járngerðarstöðum. Hann hafði tvisvar komið þar. I síðara skiftið fylgdi hann Dr. Þorvaldi Thoroddsen þangað. En Sæmundur er nú orðinn sjónlaus. Fékk eg því með mér tvo aðra hina líklegustu Leit- uðum við nær heilan dag, en fundum ekki. Leitaði eg þá til Sæmundar. Hann gat lýst afstöðu staðarins svo nákvæmlega, að eftir þeirri lýsingu fundum við Einar hreppstjóri Jónsson á Húsatóftum staðinn daginn eftir. Llraunið þar um kring lírur út fyrir að véra eitthvert yngsta hraunið á Reykjanesskaga, — þar má víða sjá, hvernig hraunflóðín liggja hvert ofan á öðru, — og er þetta hraun eitthvert hið hrikalegasta og órennilegasta sem eg minnist að hafa séð: eintómir standar og snagar, gjár ug glufur. Þar er ekkert grasstrá á stóru svæði, en að eins grámosi. Gangandi menn geta með lagi komist um það, og er þó hætta. Enda eiga menn þangað ekki erindi og fýsast þangað ekki heldur. Aðrar skepnur fara þar ekki um, nema »fuglinn fljúgandi«. Rústirnar eru í kvos, þar sem hraun- ið hefir klofnað og sinn hraunrimi oltið frarn hvorumegin, eftir flötu hrauni, sem áður hefir verið storknað. Sér að eins á einn veg út úr kvosinni, og á þeim stað er það, sem koma má þangað hesti, ef gætilega er farið. Við fundum þar 7 tóftir og var hver laus við aðra. Tvær eru afsíðis, suður með austurbrúninni, þær eru litlar og huldar mosa. Inni í kvosinni eru 3 tóltir, sem mynda röð yfirum hana þvera. Hin stærsta þeirra er við vesturbrúnina, nálægt 6 al. löng. 2 fðm. austar er önnur 5 al. löng, og þá 7 fðm. austar hin þriðja, 4 al. löng, og er hún við

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.