Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Page 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Page 50
sumstaðar nú, en eigi mun svo hafa verið i fyrstu. A einum stað t. d. hverfur hann undir hraunnef, en kernur undan fiví aftur hinumegin. Efst hverfur hann undir hraunnef. Tilgangur garðs þessa er mér óljós, nema hann hafi verið landamerkjagarður milli Krýsuvíkur og næstu jnrðar fyrir vestan. Er það ekki efamál, að á því mikla undirlendi, sem þar er hrauni þakið, hafa bæir verið, ef til vill eigi allfáir. Með hlíðinni vestanundir Krýsuvikurhálsum hefir að öllum líkindum verið fögur bæjaröð. Austast er hliðin hæst og myndar múla með klettabelti að ofan. Er þar upp af fjallhryggur, sem heitir Núphlið. Er líklegt að bær hafi verið undir múl- anum og heitið Núpur og hlíðin fyrir ofan Núpshlið, en s síðan venð felt úr, til að gera orðið mýkra í framburði. Og hver veit nema bærinn hafi heitið Núpshlið(=Gnúpshlíð), og hafi Gnúpur Molda-Gnúpsson búið þar. Grindavík gat nfl. ekki með réttu heitið vík, nema hún væri talin frá Reykjanesi austur að Selatöngum að minsta kosti. En þá hefði land- nám Gnúps getað náð austur undir Núphlíð. Um þetta veit enginn neitt, og er ekki til neins að fara lengra út í það. 37. Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þarsemhún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar enn fyrir tóftum, og hefir þar verið stórbýli á sínum tíma. Bæjartóftin er 10 fðm. löng frá austri til vesturs, hefir eng- an miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhliðinni bafa þær verið, því hvorki eru þær á endunum né norður- hliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 6 íðm löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir og verið mikið og umgirt, en nú er það víða komið i sand af árennsli. — Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum, að Krýsuvík hefði i íyrstu heitið Gestsstaðir og staðið vesturvið hálsinn. Nú þykist eg skilja sannleikann í þeirn. Jörðin Gestsstaðir hefir verið eign Krýsuvíkurkirkju. Hefir bærinn og kirkjan því verið flutt í Gestsstaða- land eftir eldinn. En við það hafa Gestsstaðir verið sviftir nytjum, og rneir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði. 38. Kaldrani er nefndur í þjóðsögum. Er sagt hann hafi verið hjáleiga frá Krýsuvík og staðið inn við Kleyfarvatn. Og lika er sagt að þar hafi alt fólkið dáið af loðsilungsáti. Örnefnið: Kaldrani er til við vatnið. Sést þar 34 fðm. langur túngarðsspotti úr stórgrýti og lítil gras- flöt fyrir ofan, suðaustan í sléttum melhól. Uppi á hólnum er dálítil dreif af hleðslugrjóti, sem virðist flutt þangað aí mönnum. Gæti það verið leifar af bænum. Því garðspottinn sýnir það, að þar hafa menn búið á sínum tíma. 39. belvogur hefir, eins og kunnugt er, orðið fyrir miklum sandá- gangi, bæði að austan og vestan. Að vestan hefir sandurinn borizt með útsynningum utan af Víðasandi, austur yfir ósinn. Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.