Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 3
3 sundur. Smámolaðist miðja steinsins, þar sem holan var í hann; enn ut- an með, þar sem hann var þikkari, urðu stikkin stærri. Fjekk Arni þar úr 5 eða 6 hleðslusteina; hlóð hann þeim í hlöðuveggina. Smámolarnir fóru í moldina, og munu þeir flestir eða allir hafa lent innaní veggjunum, er moldinni var mokað upp í þá. . . . Hann (d: Arni) geimir hinn litla bollastein. . . . Kljásteinarnir vóru tíndir, enn tinnuntolana afhenti hann mjer handa safninu«. Þegar Fornleifafjelagið hafði fengið skírslu um fundinn frá Rrynjólfl Jónssini, fór það þess á leit við alþingi 1901, að það hækkaði lítið eitt stirkinn til fjelagsins svo að það gætí látið rannsaka þessar fornmenjar, og það gerði þingið. Nú í vor sem leið mæltist fjelagið til þess við rektor Björn M. Olsen, að hann tæki að sjer að framkvæma þessa rann- sókn, og kvaðst hann fús til þess, enn óskaði, að kapteinn Daniel Bruun irði fenginn til að standa íirir rannsókninni ásamt sjer. Þessu lofaði Dan- iel Brúun, og var svo um talað, að þessir tveir menn skildu hittast ná- lægt Hörgsdal 14. ágúst þ. á. til að framkvæma rannsóknina. Skírsla um rannsóknina Eins og umtalað var, hittumst við á Gautlöndum 13. ágúst þ. á. og hófum rannsóknina í Hörgsdal snemma næsta dag, 14. ágúst. Við lásum skírslu Brynjólfs Jónssonar, sem prentuð er hjer að íram- an, upp firir bóndanum Arna Flóventssini, og kvað hann hana rjetta í öllum verulegum atriðum, enn óskaði þó að gera við hana fáeinar smá- breitingar, sagði, að annaðhvort hliti hann sjálfur að hafa hagað orðum sínum ógreinilega við Brynjólf, er hann skírði honum frá fundinum, eða Brynjólfur hefði ekki skilið orð sín alveg rjett. Breitingar þær, er Arni vildi gera, vóru þessar: Þeir 4 steinar, sem báru stóru helluna, stóðu ekki á miðjurn grjótbálkinum, heldur í honurn miðjum, þannig að efra ifirborð þeirra nam jafnhátt grjótbálkinum á báða vegu. Þar ofan á lá svo hellan, og gnæfði hún því með allri þikt sinni upp ifir grjótbálkinn til beggja hliða, enn nam ekki hærra. Tinnubrotin fundust ekki í hlóðun- um undir hellunni, heldur rnilli steina i grjótbálkinum. Hann segir, að málin á bollanum, sem var ofan í stóru helluna, sjeu sett af handa hófi og ekki áreiðanleg, sem og er eðlilegt, því að, þegar hann skirði Brynjólfi Jónssini frá fundinum, vóru 9 eða 10 ár liðin, og segist hann ekki þora að fullirða, að sig minni rjett um stærð bollans. Að iokurn lætur hann þess getið, að það sje að vísu alveg rjett, að hann hafi firir hvorugan 1*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.