Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 43
43 26. Kirkjuhöýn er góðum kipp fyrir sunnan Kalmanstjörn. En þar mitt á rnilli, eða því nær, er hóll sá er Stekkjarhóll heitir, því þar hefir í seinni tíð verið stekkur frá Kalmanstjörn. Þar er rústabunga mikiJ, og hefir óefað verið bær. Liggur þaðan óslitinn garður, líklega túngarður, alla leið út að Kirkjuhöfn. Þvert frá þeim garði liggja þrír þvergarðar til sjávarkambs, með þeim millibilum að svara mundi kýrfóður- velli eða meira. Liggur beint við að ætla, að sitt býli hafi fyrrurn verið á hverri þessari spildu og bæirnir staðið við sjóinn. En hann hefir brot- ið landið, og er þar nú kamburinn, sem bæirnir hafa staðið. Alt land er hér sandrokið hraun. Þó er grashóll þar, sem bærinn Kirkjuhöfn stóð, og er gróið yfir bæjarrústina, svo hún sést ógjörla. Sunnan undir hóln- urn er sérstök grjótrúst, sern ætla má að sé kirkjutóftin. Suður þaðan er dálitil sandvík með malarkambi. Bak við kambinn hefir verið mýrardæl, sem nú er leirflag. í henni sést brunnurinn. Utanvert við vík þessa er höfnin, sem bærinn Kirkjuhöfn er kenndur við. Það er lón fyrir innan skerjaröð. Þar er þrautalending í öllum suðlægum áttum. 27. Sandhöýn, stóra og litla, heita tvær graxivaxnar hæðir, sem eru hvor hjá annari suðvestur frá höfninni. I þeim hæðum voru bæir, sem uú eru eyddir af sandfoki. Stóra Sandhöfn er austar, og lagðist hún fyr í eyði. Er svo langt síðan, að Á. M. jarðab. getur hennar ekki. En Kirkjuhöfn og Litlu-Sandhöfn telur hún sem eyðijarðir. Seinna var gjör bær á Haýnareyri. Það er skamt út frá Litlu-Sandhöfn. En hann hélzt skamma stund við. Er sá maður nefndur Ormur Þórarinsson, sem þar bjó siðast. Allir þessir bæir hafa verið fyrir innan Hafnaberg. 28. Skjótastaðir er hið eina býli sem nefnt er fyrir sunnan Hafna- berg. Það örnefni er norðantil við vík nokkra, er Sandvík heitir. Engar sjást þar rústir. En þær geta verið sandorpnar. Sunnantil við víkina er allgóður lendingarstaður. 29. Geta verður þeirra munnmælasagnar, að Staður í Grindavik hafi til forna verið »í miðri sveit«. Sama er nú að vísu sagt um vissa bæi í fleiri sveitum. Þar af rná samt ekki álykta, að allar slikar sagnir séu bergmál hver af annari. Þar, sem þær ganga, hafa vanalega bæir eyðst af öðrum hvorum enda sveitarinnar. En orðatiltækið »í miðri sveit« er ekki meint nákvæmlega, en er að eins sagt til að tákna það, að mikið hafi eyðst af þeirri sveit. Hvað nú Grindavík snertir, þá er það engan- veginn óiíklegt, að þaðan út með sjónum hafi bygð verið, áður en þar komu upp jarðeldar, sem lögðu hraun yfir alt. Nú sér þar hvergi blett, sem ekki er hulinn hrauni; en flest þau hraun eru tiltölulega nýleg að útliti, og þó með mismun. Hafa þar oft komið eldar upp, það sýna gýgarnir. Fá eru örnefni á þessu svæði sem benda á bygð, og er það eðlilegt. Þó má nefna Hraýnkelsstaðaberg og Krossvíkur. Varla er hægt að hugsa sér annað, en að Hrafnkelsstaðaberg sé kent við bæ, setn par 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.