Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 12
12 dæmi, sem sína, að h'órgar vóru giðjum helgaðír. Hinn himneski bii- staður giðjanna, Vingólf, er nefndur körgr i Sn. E.1 2 3 I Hynduljóðum segir Freyja um Ottar: H'órg hann mér geröi oý hlaðinn steinum — nú er grjót pat at gleri orðit — rauð hann í nýju nautablóði; ce trúði Ottarr á Hsynjur.- Um Alfhildi, dóttur Álfs konungs, er það sagt í Hervarar sögu, að Stark- aðr Aludrengr hafi numið hana burt um nótt að dísablóti, »er hún rauð hörginn.«3 Enn hinsvegar eru líka til staðir, sem sína, að hörgar gátu ver- ið helgaðir karlkendum goðum. I Grímnismálum eru Nóatún, höll Njarð- ar, nefnd hátimbraðr hörgr og í Vafþrúðnismálum segir svo um Njörð: hoýum ok hörgum hann ræðr hundmörgtim — p ok varð-at hann ^Asum alinn4 5 Hugsunin virðist hjer vera, að Njörðr ráði hundmörgum hofum og hörgum, pó að hann sé ekki Asa ættar, og bendir þetta til þess; að það hafi verið eiginlegt Asum að ráða eigi að eins firir hofum, heldur og fir- ir hörgum. I Völuspá segir svo: Hittusk Æsir á Iðavelli, peir er hörg ok hoý hátimbruðu.* A hið sama benda örnefnin sænsku Opinshargher, Þorshargker.6 H'órgar og lioý eru oft nefnd í sömu andránni í fornritum,7 * * * * * og sjest, 1. Annan sal gerðu þeir; þat var hörgr, er gyðjurnar áttu, ok var hann allfagr Sn. E. (útg. A. M.) I 62. bls. 2) Hyndlul. 10. 3) Fornaldars. I 413. bl. Um dísablðt sjá Mogk, Germ. Mythol §86. 4) Grímnismál 16. Vafþrúðnismál 38. 5) Vciluspá 7. 6) Rydqvist, Svenska sprákets lagar, registrið í 6. b. 7) Völuspá 7 (sjá áður). Helgakviða Hjörv. 4: hof mun ek kjósa | hörga marga. Vafþrúðnismál 38 (sjá áður). Sbr. Stjórn 580 14 og 582 20, Karlamagnús saga (Unger) 137 24, Fms. I 283 og 285 (sbr. Flat. I 285 og 287) og II 41, Fornaldars, II 287—288. í Rekstefju (9. erindi), sem virðist vera ort á ofanverðri 12. öld, kemur hörgr firir í sambandi við blóthús (sjá Konr. Gíslason, Efterladte skrifter I 212.—215. bls.).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.