Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Side 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Side 27
27 Kúpt nisti eða sporöskjulagaðar nælur finnast um öll Norðurlönd og erlendis, þar sem norrænir víkingar hafa verið á sveimi. Þau eru að ofan krotuð hinum einkennilegu dýramyndum þeirra tíma, oft töluvert upphleyptum, stundum eru festar á þau lausar dýramyndir. Sum þessara nista eru tvöföld. Neðra hvolfið er slétt, en efra hvolf- ið er gagnskorið milli krotsins. Skartgripir þessir eru uft gullroðnir eða silfraðir, stundum rendir svertu. Þau eru alt að því 12 sm. að lengd og finnast oft tvö og tvö saman, stundum ásamt nælum með öðru lagi. Innan í neðra hvolfinu í öðrum enda þess gekk þolinmóður gegnum höfuð á þorninum, en hinum megin var honum krækt undir krók. Þorninn hefir venjulega verið úr járni, en er tíðast eyddur af ryði. Þessa skartgripi hugði Dr. Stolpe1 hinn sænski vera eingöngu úr leiðum kvenna, en hann stýrði uppgrefti Bjarkeyjar í Leginum milli 1870 og 1880, svo sem kunnugt er, en þar hyggja menn verið hafa stóran bæ á víkingaöldinni. O. Rygh, háskólakennari í Kristjaníu, hugði að þau gætu verið úr leiðum karla jafnt sem lcvenna, en Dr. phil Sojus Milller hygst mega fullyrða, að í Danmörk finnist þessir skartgripir eingöngu í leiðum kvenna, með því að vopn finnist aldrei ásamt þeim í leiðum, sem vandlega hafa verið rannsökuð. Auk þessara kúptu nista finnast önnur með ólíkri gerð, mjög krotuð, venjulega með dýramyndum; sum eru jafnarma, önnur kringlótt, ferstrend o. s. frv. Einkennileg eru hin þríálmuðu nisti, með þremur samkynja álmum, kollóttum fyrir endana. Undir einni álmunni leikur þorninn á þolinmóði, en hinum megin er krókur, undir eða við enda þriðju álmunn- ar er fótur (kengur) til að stinga í þræði eða baudi; þessi áíma hefir snú- ið upp á fatinu (breidd 5 —10 sm). Á þau eru krotaðar bandflækjur og dýramyndir með norrænu sniði eða smágjört blaðflúr með rómönsku sniði. Sams konar fót má einnig sjá á öðrurn nistum, svo sem hinum kringlóttu. Þess skal enn getið, að til eru nælur með fuglsmynd, hring, nælur með hausi o. s. frv. Með skartgripunum má telja tölur úr gleri, bergkrystalli og því lík- um efnum; eru þær annaðhvort einlitar, glærar eða tíglóttar (gular, rauð- ar, hvítar, grænar, bláar, fjólubláar o. s. frv.). Töluvert margar hafa fund- ist á íslandi, svo sem annars staðar á Norðurlöndum. í Noregi hafa fundist langt um fleiri nisti en í Danmörk. Á Islandi hafa eigi heldur fundist fá nisti. í söfnunurn í Reykjavík og Kaupmannahöfn eru nálega 2 tugir, en að eins um fá þeirra hefir vitnast, hvernig til hagaði, þar er þau fundust. 1) Sbr. Kaalund: Hist.« 1882). Islands Fortidslevninger (i »Aarb. f. nord. Oldk. og 4*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.