Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 28
28 Hin kúptu nisti finnast oft tvö og tvö saman á íslandi, svo sem annars staðar þar sem norrænir menn hafa dvalist; auk þess finnast ásarnt þeirn annars konar nisti og glertölur. Sennilegt er, að glertölurnar hafi verið hafðar um hálsinn, en á hinu er nokkur vafi, hvar skartgripirnir að öðru leyti hafa verið festir í fötin. Að því er kemur til annara staða á Norðurlöndum er sú skoðun almennust, að konur hafi t. d. borið kúptu nistin á brjóstum sér. Dr. Sojiis Milller hyggur, »að þau hafi verið höfð til að halda saman yfirhöfn beggja vegna við brjóstið«.1 Um Miklaholtsfundinn er það þó beint tekið fram, að þau hafi fundist við mittið, og í Reykjaseli fanst að eins eitt þess konar nisti. Svo sem áður er á vikið, hafði það verið með einkenni- legu móti fest á tvöfalt ullband, sem fest var við þorninn í nistinu með smágjörum, grænum þræði úr ull, hefir annar endinn ef til vill lafað nið- ur og verið með skúf. Af þessu þykir mega ráða, að nistið hafi verið haft framan á mitt- inu og að tvöföldu ullböndin hafi legið utan urn það og verið bundin saman að aftan til þess að halda saman víðum kyrtli eða pilsi. Þó verður því engan veginn neitað, að nistið og böndin hafi getað verið fest fram- an á brjóstið eða hafi haldið saman yfirhöfn framan á þvi. Hvernig sem þessu vikur við, þá sýna téðir fundir, að á söguöld- inni hafa íslenzkar konur skreytt sig með tölum og alt að 5 dýrmætum skartgripum, er voru með sömu gerð sem annars staðar á Norðurlöndum, en flúrið á þessum gripum mun upphaflega komið frá írum, því ao frá þeim mun þetta snið vera komið til þjóðanna, er bjuggu fyrir austan þá og norðan. I þessari grein hafa íslenzkar konur á söguöldinni ekki staðið að baki konum síðari alda, því að vér sjáum þess Ijós dæmi, að þær girnast að skreyta sig með dýrmætum, sérlega norrænum sylgjum, nælum og þvílíkum skartgrip um. 1) Sofus Milller: Ordningen at’ Danmarks Oldsager.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.