Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 44
44 hafi átt land og því verið nærri. Við bæ í öðru bygðarlagi, t. d. Hrafn- kelsstaði í Leiru, gat bergið því að eins verið kent, að sú jörð ætti þar ítak, svo sem fuglatekju eða reka undir berginu. En bergið er lágt, og því ekki fuglaberg, og rekafjara er enginn undir því. Bergið er yzt á Reykjanesi. En þar fyrir ofan er Skálarfell, eldgýgur, sem þakið hefir odda nessins með hrauni, eru þar enn jarðhitar, bæði í gýgnum og hraun- inu (fyrir utan Gunnuhver, sem þar er nærri, en stafar líklega frá eldra eldgosi). A Krossvíkum er ekkert örnefni á landi, sem bent geti á, að kross hafi staðið þar ejtir að hraun var runnið yfir. Liggur þvi beint við að hugsa sér, að áðnr en hraunið rann, hafi þar staðið kross, en staður- inn sem hann stóð á, sé hrauni hulinn. Krossinn gerir ráð fyrir mönn- um í nánd, — til hvers skyldi hann annars hafa verið reistur? — og bendir það til bygðar eða að minsta kosti til mannaferða. Nú er undan- tekning ef menn koma þar. Enn má nefna »Háleyjar« (eða Háleygjar?) Það er ágætur lendingarstaður, skamt vestur frá Krossvíkum, en á landi er þar hraun eitt og ekkert einkennilegt. Að eins er þar ofurlitil rúst eftir sjóbúð, sem bygð var seint á 18. öld. Þá gjörði Grindvíkingur einn, er Jón hét, bæ í Vatnsfelli, þar sem nú er bær vitavarðar, og hafði útræði frá Háleyjum. En það er langt frá Vatnsfelli, og gat hann ekki sótt sjó að heiman. Því bygði hann búðina. En honum reyndist ókleyft að lifa á þessu nýbýli sínu, og fór þaðan aftur eftir 2 ár. Síðan hefir Háleyja- lending eigi verið notuð. Af hverju nafnið »Háieyjar« sé komið, get eg ekki vel hugsað mér. Þar eru engar eyjar; og þó svo væri, þá væri fyrri hluti nafnsins: »hál-« óskiljanlegur fyrir því. Helzt sýnist mér vit í að gera ráð fyrir, að »háleyskir« menn hafi sezt þar að í fornöld, og að- setur þeirra verið kent við þá t. a. m. Háleygjabær (eins og Gaulverja- bær), en svo hafi niðurlagi nafnsins verið slept, þegar bærinn (eða hvað það var nú) var ekki lengur til. En ekki er til neins að fara lengra út í þetta mál. 30. Kaupstaður var fyrrum í Grindavík, og var höfnin ýmist tileink- uð Stað eða Húsatóftum, því hún lá milli landa þeirra jarða. Sundið sem liggur inn á hana, er enn í dag kallað Staðarsund. En kaupstaðurinn var þó Húsatófta-megin og kaupmaðurinn bjó á Húsatóftum. Frá þeim tíma er gólfið þar i bæjardyrunum steinlagt með tígulsteini. Aðrar menjar sjást þar ekki. Er líklegt, að kaupmanns-»húsin« hafi verið rifin þegar verzl- unin lagðist niður, en svo aftur bygður bóndabær í »tóftum« þeirra, og fengið þar af nafnið, sem hann hefir nú. Ekki voru verzlunarhúsin þar heima. Þau stóðu á tveim klöppum austan við höfnina. Þar er nú fjara. Ytri klöppin heitir enn Kóngshella. Þar hafa verzlunarhúsin staðið 1753. (Sjá Jarðatal Johnsens, bls. 85). En yfir hana hefir hvert stórstraumsflóð gengið nú lengi og eru þar engar byggingarmenjar. Á innri klöppinni, sem er mun hærri, hafði krambúðin síðast staðíð. Þar stóð enn fiskisölt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.