Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 4
4 enda grjótbálksins grafið, þegar hann gróf í firstu (1890 eða 1891); enn nokkrutn (nál. 4) árum síðar hafi hann neiðst til að gilda upp gröfina að innan með grjóti og breikka hana litið eitt i því skini, og þá heldur hann, að hann hafi komist firir austurenda bálksins, enn ekki firir vestur- endann. Árni bóndi kom mjög vel firir sjónir, virtist vera skírleiksmað- ur, skilríkur og minnugur. Gröfturinn fór fram dagana 14.—17. ágúst. Á staðnum fundum við heihlöðu, tæp 22 fet á lengd og tæp 17 fet á breidd (hvorttveggja utanmál) og vóru veggir hennar 3 '/2 fet á breidd. Hún var með vanalegu torfþaki. Undir henni innan veggja var gröf, og lá gólf hennar hjer um bil 6 fetum lægra enn ifirborð jarðvegsins í kring, sem hlöðuveggirnir stóðu á. Frá gólfi hlöðunnar upp á brún hlöðuveggjanna var hæðin 10 fet. Veggirnir vóru að innanverðu hlaðnir úr tómu torfi, enn aftur á móti var hlöðugröfin gilt upp eða fóðruð innan með grjóti víðast hvar, svo að ekki sást í beran jarðveginn nema á norð- urhlið grafarinnar og norðurhluta austur- og vesturhliðar og í suðaustur- horninu. Á þessurn stöðum, þar sem jarðvegurinn lá ber, mátti sjá, að hlöðugröfin hafði verið grafin niður i gegnum lárjett lag af samanþjöpp- uðum leir og sandi, og fundust í því viðarkolaagnir. Botn hlöðugrafar- innar lá 2 fetum dípra enn þetta lag, og var auðsjeð, að það var gömul gólfskán. Var hún 1—2 þumlungar á þikt. Rjett undir þessari skán sást alstaðar í jarðveginum náttúrleg rák af svörtum eða móleitum sandi, 3— 3 þuml. á þikt, og undir henui annað lag af ljósgulum sandi, sömu- leiðis alt að 5 eða 6 þuml. á þikt.* Nú lá firir að komast firir það með greftri, hve langt gólfskán þessi næði, og firir umgjörð hennar, ef nokkur væri. Bóndinn hafði, sem áður er sagt, skírt svo frá, að grjótbálkur hefði staðið í þessari gólfskán um þvera hlöðugröfina frá vestri til austurs, og að í bálkinum hefðu staðið 4 steinar og ofan á þeim stór hellusteinn, enn fremur að í hlóðunum milli þessara 4 steina undir hellunni hefði fundist lítill íviðflatur kringlóttur bollasteinn. Rannsóknin birjaði á því, að við leituðum að brotum stóru hellunn- ar í hlöðuveggjunum að utanverðu; vóru þar neðst í veggjunum að utan 2—3 steinalög hvert ofan á öðru. Tókst okkur brátt að finna brotin með hjálp bónda, því að brotin vóru auðkennileg að lit og allri gerð steinsins. Á mindunum (VII. blaði, 1. og 2. mind), sjest, að hellan hafði verið brotin i 5 stóra parta, og auk þess höfðu einstaka flísir flaskast úr 1) Sbr. um lísing hlöðunnar mindablöðin hjer að aftan, VI. blaö og VIII. blað, 1. mind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.