Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 6
6 rensli úr landsuðurendanum. Það er á sú, er Baugsstaðaá heitir og enn verður nefnd. Skamt vestar en hún rennur úr vatninu, má glögt sjá, að frá því liggur gamall íarvegur, sem nú er uppgróinn. Hann er svo stór, að hann hefir vel getað borið fram alt afrensli vatnsins, þó Baugsstaðaá hefði ekki verið. Og það er auðráðið, að meðan vatnið hafði afrensli um þenna íarveg, gat hún ekki verið til. Það eru enda líkur til, áð henni hafi á sínum tíma verið veitt úr vatninu, því þar sem hún byrjar, fellur hún gegnum mjótt, en tiltölulega djúpt skarð í mjórri klapparbrík, sem vatnið hefði aldrei getað byrjað á að fijóta yfir, til þess að saga sig þar niður, hefði skarðið eigi verið brotið áður. En liægt var að brjóta það, því bergbríkin er hraun. Og menn gátu haft ástæðu til þess. Með því að veita henni í þann farveg sem hún hefir nú, þvert austur í Bangsstaðasíki, var fengin talsverð vörn fyrir sandfoki á bakkana fyrir ofan ána. Og þess hefir verið full þörf meðan »Baugsstaða- grjótin« voru að blása upp. — ^Víkjum nú aftur að hinum uppgróna farvegi. Verður þá að geta þess, að norðan og austan við túnið á Skipum er aflöng vatnsdæl, sem Grímsdœl heitir. Liggur mjótt belti milli hennar og vatnsins, og er það uppgróið hraun, eins og alstað- ar á þessum svæðum. Austurendi Grímsdælar liggur fyrir neðri enda hins uppgróna farvegar, og hefir það vati^ sem um hann rann fallið í hana. Og úr þeim enda hafði dælin afrensli. Rann þaðan dálítil á til sjávar i mínu minni. Var hún kend við bæinn og köll- uð Skipá. Man eg glögt eftir henni, því á yngri árum mínum lá leið mín oft yfir hana í lestaferðum. En skömmu eftir 1860 bar sjávarfióð eitt sinn svo mikinn sand í framanverðan farveg hennar, að hún stífiaðist, og hefir ekki náð framrás aftur. Merkilegt er, að vatnið í Grímsdæl hækkaði ekki þótt afrenslið hætti. Má vera hún liafi samgöng við vatnið neðanjarðar gegnum hraungrjóts-urð. Berst og sandur í hana sjálfa, svo hún þornar smám saman; hafa sumstað- ar myndast liöft, er skifta henni í smádælur, og eru líkur tii, að hún hverfi með öllu. Þetta bendir aftur til þess, að fyrrum hafi bæði dælin og áin, sem úr henni rann, getað verið vatnsmeiri en þá, er eg man fyrst eftir. Og meðan afrensli Bangsstaðavatns rann um hinn áðurnefnda, nú uppróna, farveg, þá bættist það við þessa á (Skipá) og hefir hún þá eigi verið næsta lítil. Mér sýnist nú alt benda til þess, að þetta hafi verið Grímsá. Nafnið Grímsdæl minn- ir á nafn hennar. Engin önnur á er til, sem hefði getað skilið lönd Stokkseyrar og Traðarholts. En það hefir þessi á einmitt gert. Skal það hér tekið upp í stuttu máli, að úr Traðarholtsvatni rennur Traðarholtslækur í Baugsstaðavatn, þá ræður vatnið, þá afrensli þess

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.