Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 8
8 vindurinn (uppblástur) liafa hjálpast til að brjóta jarðveginn af. Ög frá þeirri hlið gengur sandblástur vestur á hana. Hún er sléttlend og kölluð Baugsstaðaflatir. Fornt garðlag mikið liggur frá kambin- um upp eftir fiötunum, þar til er rof taka við. Þar nálægt í kamb- inum, eða þó heldur í fjörunni framanundir honum, heita Fomu-Baugs- staðir, og er sagt, að þar hafi bærinn verið fyrrum. Þess sjást samt engin merki, sem heldur er ekki von, og ekki geta menn vísað nákvæmlega á, hvar bærinn hafi staðið. Það má líka nærri geta, að kamburinn hefir ekki staðið alveg óhaggaður fyrir öllum sjógangi öld eftir öld; hann heíir smámsaman orðið að láta undan síga, og um leið hefir hvert það fornvirki, sem þar var áður, hlotið að hverfa með öllu, — nema hvað garðlagið gefur bendingu um forna túngirðingu. Hvergi á strandlengjunni mílli Þjórsár og ölfusár er þvílíkur kambur, nema á þessum eina stað. Enda nær jarðvegur hvergi jafnlangt fram sem þar. Má telja víst, að ef þar væri ann- ar eins kambur með öllum sjó, þá væri þar engin teljandi landbrot og áhrif lækkunarinnar lítt merkjanleg. Viðlíka gagn gera vel- gerðir sjógarðar. Kamburinn er ekki langur; en fyrir vestan hann breikkar fjaran aftur, og heldur þeirri breidd, svo að segja jafnri, vestur að ölfusá. Skamt fyrir vestan kambinn heitir Knararós, og er þar vorútræði Skipamanna. Mun þar liafa verið Knararsund, sem Landnáma nefnir. Litlu vestar var útfall Skipár, er mun hafa verið Grímsárós, sem Landnáma einnig nefnir sem höfn. Er eigi hægt að gizka á, hvernig þá hefir hagað til. En bæjarnafnið: að S'kipum — sá bær er skamt þaðan — bendir til þess, að þar hafi á sínum tíma verið hafnarstöð og skipaferð, þó nú sýnist það eigi líklegt. Eigi vita menn nú heldur, hvar Hásteinssund hefir verið og ekkert örnefni bendir á það. En Hásteina-sund heitir vestanvert við Ölfusárós, sem nú er, og er hætt við að Sigurður Vigfússon liafi heyrt það nefnt og vilst á því (eða sögumaður hans), er hann segir í Árb. 1882, bls. 57, »Hásteinssund lieitir enn fyrir austan Stokks- eyri«, því þar segjast elztu menn aldrei hafa heyrt Hásteinssund nefnt. En austan til framundan Kauðarhól hinum eystra er lægð nokkur i fjörunni framan úr brimgarði upp að sandi. Mætti geta til, að þar hafi Hásteinssund verið í brimgarðinum, og stæði það heima við Landnámu. Vestanmegin við þessa lægð er klettabali nokkur frammi í fjörunni; hann heitir Stjörnusteinar. Má þangað ganga þurrum fótum um fjöru eftir klapparhrygg, sem þaðan liggur upp að sandi og er kallaður Rifið. Er líklegt, að þar hafi jarðvegur verið einna hálendastur meðan hann náði þar fram, sem fjaran er nú. Því er og eigi ósennilegt, að bærinn Stjörnusteinar hafi staðið

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.