Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 10
10
ar ágætu grasi, og voru það engjar hverfisbúa. Hæstar voru fiat-
irnar framan við fjöruna, því þar barst upp sandur og möl frá
sjónum og hækkaði jarðveginn. Stundum barst og nokkuð inn á
engjarnar; en menn hreinsuðu þær aftur sem þeir máttu. Flötun-
um hallaði jafnt inn að smátjörnum og flóðum, er enn mynda sam-
anhangandi kíl milli flatanna og heiðarinnar vestur að Hraunsá, og
er hún afrensli þeirra flóða. Svo sögðu gamlir menn, að á yngri
árum þeirra hefði flatirnar verið breiðari: náð lengra fram á fjöru-
klappirnar. Nú heflr sjórinn borið sand og möl yflr þær allar, og
gengur að meira eða minna leyti yfir þær í öllum meiri háttar flóð-
um. Að eins dálítil spilda upjr með Hraunsá er enn grasi vaxin.
Austanmegin við hana gera flóðin (kíllinn) bug fram á við, og þar
man eg eftir að sjá mátti stút' af farveg: eftir vatnsrás, er stefndi til
sjávar, en hvarf brátt undir malar- og sandbreiðu, er þangað lá frá
minni Hraunsár. Sagði Þorleifur sál. Kolbeinsson á Háeyri mér, ■—•
eftir fróðum eldri mönnum, — að þetta væri farvegur Fúlalœkjar,
er sum Landnámuhandrit nefna. Hefði hann tepst í stórflóði, lik-
lega 1653, og afrensli flóðanna staðið uppi, þar til það braut sér
farveg dálítið vestar og iieflr síðan runnið þar til sjávar. Það er
Hraunsá. En þessi stúfur af farvegi Fúlalækjar, sem ég sá, hefir
síðan smámsaman hulist möl og sandi, og nú er hann horfinn. Or-
sökin til þess, að sum Landnámu-handrit telja landnám Hásteins til
»Fúlalækjar«, hygg ég að sé sú, að sá lækur hefir skilið lönd þeirra
Hásteins og Hallsteins á Framnesi, er Hásteinn gaf ytra hluta land-
náms síns til Fyllarlækjar. Hefir það valdið misskilningi, og lækj-
unum þvi verið ruglað saman. Raunar hafa það verið tveir lækir
og langt í milli; alt land Hallsteins lá milli þeirra. Nú er hvorug-
ur þeirra til; síðustu merki til þeirra eru horfln.
Enn er eítir að taka það fram, — sem varla þarf þó, — að
sú Breiðamýri, sem Hásteinn nam, heflr verið Breiðamýri hin ytri,
þ. e. a. s. sú mýrin, sem enn heitir Breiðamýri. Þar sem segir, að
hann nam »upp at Holtum«, þá mun vera átt við Sölvaholt og svo
þverstefnu þaðan í Súluholt. Raunar er Súluliolt fyrir austan læk-
inn (»Rauðá«) og því fyrir utan landnámið sjálft. En þar var ekki
annað að miða við. — Asgautsstaðir, sem Landnáma nefnir, eru í
heiðinni fyrir ofan Stokkseyri. Skamt þaðan er bær sá, er að Kekki
heitir; en sagt er að hann hafl heitið Arkvörn áður; er þar lækur,
sem enn heitir Árkvarnarlækur. Sá lækur hettr þó naumast verið
nefndur á; hann er svo litill, og enginn annar lækur eða á er nærri,
svo óhægt er að gera sér grein fyrir þessu örnefni. í túninu á
Kakkarhjáleigu er tóft, sem kölluð er »hoftóft« og á að hafa til-