Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 11
n
heyrt goðorði Stokkseyringa. En ólik er hún öðrum hoftóftum og
líkist öllu heldur stekkjartóft. Hjá henni er lítill hali, sem kallaður
er »Hofhóll«. Mér þótti réttara að geta um þetta.
Líka vil eg geta þess, að Hæringsstaðir heitir bær i austan-
verðu landnámi Hásteins. Þar er sagt að Hæringur Þorgrímsson
orrabeins hafl búið, og er það eigi óliklegt. Haugur hans er sýnd-
ur þar í túninu: það er dálitill hóll, sléttur utan og eigi stærri en
svo, að hann gœti verið af mönnum ger. Fleiri smáhólar eru þar,
líkir honum, og þó heldur minni. Eru að minsta kosti sumir af
þeim samanfeldar tóftir. Enda sagði bóndinn mér, að þeir væri eftir
sig; hann hefði felt saman kofatóftir og sléttað utan. Hæringshól
eða Hæringshaug, sem hann er ýmist nefndur, kannaði eg með teini,
og var alstaðar grjót fyrir á nál. al. dýpt og heyrðist glögt á
hljóðinu, að það var hraunmöl. Hygg eg að hóllinn sé af náttúr-
unni gerður. Eru þar í heiðunum margir slíkir hraunmalarhólar.
En sögnin um, að hann sé haugur Hærings, heflr myndast af lögun
hólsins.
Svo segir í Landnámu (V. 9.). »Hallsteinn hét- maðr, er fór
or Sogni til íslands, mágr. Hásteins; honum gaf hann hinn ytra
hlut Eyrarbakka; hann bjó á Framnesi«. Landnámsbærinn Framnes
er uú ekki framar til, — þvi hjáleiga sú frá Stóra-Hrauni, sem heit-
ir Framnes, er ekki fornt býli; en því heflr verið geflð nafn eftir
hinum forna landnámsbæ, án þess landslag gefl tilefni til þess.
Landeign Hraunshverfisins (Hraunstorfan) er nfl. sama sem landeign
Framness hins forna. Fvrir þvi landi hér um bil miðju liggur brim-
garðurinn einna fremst og er fjaran þar fyrir ofan eigi i lægra lagi.
Þar litlu austar heitir Framnessboði. Er sagt að bærinn Framnes
hafl staðið þar, sem nú eru fjöruklettar útundir boðanum. Og án
efa heflr bærinn staðið framarlega; það sýnir nafn hans. Og snemma
mun hann hafa eyðilagst af sjógangi. Hefír bygðin þá verið flutt
spölkorn frá sjó, og bærinn fengið nýtt nafn, þar eð hann stóð nú
eigi lengur fram á neinu nesi, heldur uppi á flötu, grónu hrauni.
Því heflr hann nú verið nefndur Hraun. Þar eru nú flatir með
sjónum, sléttaðar af uppbornum fjörusandi og eru flóð og smátjarn-
ir fyrir ofan, — líkt og áður er lýst fyrir utan Hraunsá. — Þar er
hærri liraunbrún fyrir ofan flóðin. Flóðin hafa afrensli um Borgar-
læk austur í Hraunsá. Að framanverðu hafa flatirnar snemma leg-
ið undir skemdum af möl og sandi, sem sjávarflóð báru þar upp.
Og á einum tíma lieíir þar eigi þótt vært, og hefir bærinn verið
fluttur upp fyrir flóðin í hraunbrúnina, þar sem nú er Hraunshverfið.
2*