Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Qupperneq 12
12
Er heimajörðin kölluð Stóra-Hraun, því ein hjáleigan heitir Litla-
Hraun. Eftir það hafa þó flatirnar, þar sem Hraun var áður,
gróið svo upp aftur, að fært heflr þótt að setja þar bæ að nýju.
Sá bær heitir Gamla-Hraun, -— það sýnir, að bærinn, sem þar haf'ði
áður verið, hefir heitið Hraun, — og stendur hann þar enn. Þar
vestan við túnið var hjáleigan Salthóll, sem eyddist í Stóraflóði1)
1799. A flatirnar kringum Gamla-Hraun hera sjávarflóðin æ meiri
sa-nd og möl, svo graslendið fer minkandi, einkum vestanmegin
bæjarins og fram undan honum. Vorútræði er frá Gamla-Hrauni
um Hraunssund, austanvert við Framnessboða. Til sundmerkis er
þar haft tré, sem um miðja 19. öld stóð á grasbakka fram undan
bænum. Og enn stendur það raunar á sama stað, en sá er munur-
inn, að nú er það skorðað í fjörukletti, og er þaðan upp að gras-
bakkanum meir en 60 faðma langur spölur um fjörugrjót. Sýnir
þetta, hve sjórinn heldur áfram að brjóta af jarðveginum. Fyrir
vestan túnið miðar honum þó enn meira; liklega af því, að þar eru
fjöruklappirnar heldur lægri. Þá tekur við Háeyrarland, sem nú
síðustu árin er varið með sjógarði. Einnig er nú byrjað á að verja
á þann hátt Litla-Hrauns engjar vestur við Háeyrar-landamerkin og
Stóra-Ilrauns engjar fyrir austan Gamla-Hraun.
Jarðirnar Háeyri, Skúmsstaðir, Einarshöfn, Drepstokkur og Nes
hafa allar legið á því svæði, sem Hásteinn gaf Hallsteini. Þó eru
þær óefað landnámsjarðir, bygðar með ráði Hallsteins. Er ekki að
marka þó Landnáma geti ekki um þau landnám. Hún sleppir svo
mörgum landnámsbæjum, sem engin furða er. Hitt er öllu heldur
furða, hve marga hún hefir náð að taka. Fyrir það mál, sem hér
er um að ræða, gerir þetta heldur ekkert verulegt til.
Sagt er, að milli Hrauns- og Háeyrarlanda hafi fyrrum runnið
á, er hét Háeyrará; og svo heitir enn ós milli fjörulóna þar fram
undan landamerkjunum. Sú á lieflr þá verið afrensli Litla-Hrauns-
tjarnanna, en eigi Borgarlækur nema Stóra-Hraunstjarnanna, og get-
ur það vel verið. Háeyrará heflr orðið fyrir sömu forlögum sem
Skipá og Fúlilækur, og sjást nú engin merki til hennar. Þar iiall-
ar landinu nú alstaðar inn að tjörnunum, því sjórinn heflr borið
upp á það sand og möl og þannig hækkað það að framan, — en
jafnframt fært ströndina undan sér. Svo er með Háeyri sem með
Stokkseyri, að þar sést nú engin eyri, sem bærinn geti haft nafn af.
En fyrrum hafa þar hlotið að vera eyra-myndanir. Það sýnir eigi
einungis Háeyrar-nafnið, heldur ennfremur kaupstaðarnafnið: á Eyr-
') Frá Stóraflóði er nákværalega skýrt í „Kanibsránssögu“,