Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 13
13
um, sem síðar heflr breyzt í Eyrarbahlá. Um þá breytingu liggur
næst að hugsa, að hún hafi komist á við þaö, að et/rin, sem kaup-
staðurinn stóð fyrst á, hafi farið af í stórfióði, en bakki þá staðið
fyrir flóðinu og eigi hleypt því lengra að sinni; en að kaupstaður-
inn hafl svo verið settur á bakkann og hann nefndur Eyrarbakki.
Þetta hefir gerst áður Landnáma var rituð, því hún nefnir »Eyrar-
bakka«. Það eru líka munnmæli, að í fyrri daga hafi öll eða mestöll
fjaran, sem nú er þar, verið hulin jarðvegi, en dýpstu lónin verið
sefflóð. Þá er sagt að kaupstaðurinn hafi staðið þar, sem nú eru
fjöruklappirnar sunnanmegin við höfnina Þá er honum var þar
eigi lengur vært, hafi hann verið settur á framanvert túnið á Skúms-
stöðum; þar sé hann enn á sama stað, þó nú sé þar ekki tún.
Bærinn Skúmsstaðir er sagt að altaf hafi staðið þar, sem hann stend-
ur enn; þar er dálítil hæð. Er sagt, að túnið hafi náð jafnlangt út
frá bænum á alla vegu. Leifar af túngarðinum að norðanverðu hafa
sést til skamms tíma. Er hann nærfelt jafnlangt norður frá bænum,
eins og sjógarðurinn er nú suður frá honum. Ber þetta heim við
þá sögn, að kaupstaðurinn hafi verið settur á framanvert túnið, sem
þá var. Rétt fyrir vestan landamerkin milli Háeyrar og Skúmsstaða
stóð til skamms tíma grjóthóll við sjóinn, er kallaður var Gónhóll,
því þangað gengu íormenn oft, til að horfa (»góna«) á sjóinn, er
við ræði lá. Fyrir fám árum lét P. Melsen verzlunarstjóri á Eyr-
arbakka grafa hólinn út, og var eg þar við. Kom þar í ljós eldstó
og fleira, sem sýndi, að þar hafði á sínum tima verið manna hibýli,
líkega kot. En engar sagnir eru um það, og er víst langt síðan.
Og þar hlýtur mikið að hafa breyzt síðan óhætt var að hafa þar
aðsetur, því nú liggur sjógarðurinn um hólinn framanverðan. Þar
rétt fyrir neðan er nú djúpt fjörulón, sem liggur langs með strönd-
inni og sagt er að fyrrum hafi verið seftjörn. Það lón skilst frá
höfninni af grynningarhafti, sem heitir Skúmsstaðaós. Inn úr þeim
ós geta nú smærri hafskip flotið um stórstraumsflóð, og með því
móti getur lónið verið viðauki við höfnina. Fyrir framan lónið og
höfnina eru háar fjöruklappir. Ekki er annars getið en að höfnin
sjálf hafi ávalt verið þar, sem hún er; og annað er ekki líldegt.
Yestantil gengur dálítið vik inn úr henni, inn í fjöruna fyrir ofan.
Það vik heitir Einarshafnarvör og er beint inn af Einarshafnarsundi.
Og þar beint uppundan var bærinn Einarshöfn. Þar er nú sjávar-
kambur og standa á honurn sundvörður þar, sem bærinn var, og
sundtré, sem er nokkrum föðmum ofar, stóð á heygarðinum, og þó á
sama stað og nú. Eru þessi sundmerki miðuð á Einarshafnarsundi.
Meðan bærinn stóð, hafa að líkindum bæjarhús verið miðuð við