Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 17
17 þó færri séu talin. Má eigi fyrir sjá hve mikilli eyðiieggiugu þessi sandburður veldur á komandi tímum, ef eigi er við gert. Og ókleift mun reynast að græða sandinn upp, nema því að eins, að áður sé gjör sjógarður þar með ströndinni. Þvi nú ganga oft stórstraums- fióð yfir hana inn á sandinn og bæta æ ofan á hann. Og svo fýk- ur hann æ lengra, er hann þornar á sumrum. Nes, sem áður er nefnt, hefir upphaflega staðið löngum spöl utar og ofar, út undir Ölfusá, þá er hún rann fram vestur við hraun og hafði útfall sitt nálægt því sem nú er mitt Haínarskeið, eða vestar. Um það báru margir Ölfusbændur vitni fyrir Brynjúlfi sýslu- manni Sigurðssyni. Sá eg afrit af vitnisburðunum í skrifuðu kveri, sem Magnús sál. Arnason i Vatnsdal átti. Án efa hefir þá verið ferjað yfir ána frá Nesi. En um ferjustaðinn hefi eg enga sögn heyrt. Og eigi hefi eg heldur heyrt, af hverju bærinn hafði Nes- nafnið; hvort það var miðað við odda milli Ölfusár og Síkisins, -— ef það hefir þd runnið i hana, — ellegar odda milli hennar og sjáv- arins. Hitt er auðvitað, að landeign Ness hefir náð upp með ánni til Fyllarlœkjar. Því Nes hefir verið yzti bærinn í landnámi Há- steins og hinn efsti þeim megin. En þar nam Hásteinn til Fyllar- lækjar, sem kunnugt er. Nú vita menn raunar ekkert um þann læk nema það, sem af Landnámu verður ráðið. Þórir að Selfossi nam »Kaldnesingahrepp allan upp frá Fyllarlæk». Hefir lækurinn því runnið milli Ness- og Flóagaflslanda út í Ölfusá. Þá hefir ver- ið all langur vegur út að henni. En eftir því sem áin braut sig austur á við mjókkaði landið og lækurinn styttist, unz liann var eigi framar til sem sérstakur lækur. Enn sjást þó keldudrög, flóð og ósar, sem hljóta að hafa haft afrensli til þess lækjar, en hafa það nú til árinnar. Helztur þeirra er Stdkldioltsós, sem er í landa- merkjum Ness- og Flóagafls við ána, og má svo að orði kveða, að þar sé Fyllarlækur farinn að myndast. En drög til hans liggja miklu lengra að, jafnvel ofan úr Sölfholtskeldu; af henni tekur við Vöðlakelda og svo tók hvert flóðið og hver keldan við af annari alt vestur í Stakkhóltsós. Svo það var að vissu leyti rétt til getið lijá Sigurði Vigfússvni, að Fyllarlækur væri annaðhvort Stakkholts- ós eða Vöðlakelda; alt var sama rásin, er svo myndaði Fyllarlæk. Og sú rás myndaði landamerki milli Stokkseyrarhrepps og Saud- víkur- (o: Kaldnesinga-) hrepps (er þar nú skurður grafinn eftir landamerkjunum vestur i Stakkholtsósj. Nafnið Fyllarlækur iietir ef til vill komið af því, að áin liafi haldið lækjarvatninu inni (haldið honum fullum) um stórstraum, er sjórinn flæddi upp í ós hennar. Þá er cg var fyrst á ferð i Óseyrarnesi, sást Gamla-Nes þaðan, sem 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.