Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 20
bont á það. KambaMsta mun hafa verið þar, sem nú er hjáleigan Kambur í II róarsholtshverfi. Þó nú sé nafnið styttra, er ekki að marka; mörg önnnr, og enda viðfeldnari, bæjarnöfn liafa verið stytt. En hér átti þó »kistu«-nafnið sérstaklega vel við. Bæði eru Hróars- lioltsklettar sjálflr kistumyndaðir, og þá eigi sízt hinn staki klettur íyrir neðan Kamb. A bæði »kamba«-líkingin og »kistu«-líkingin mætavel við landslagið. En eigi mun Kambakista hafa verið hjá- leiga þá er ögur bjó þar. Það er talin ætt til hans, eins og hann hafi verið mikilsháttar og nafnkunnur. Því hefir ábýli hans eigi verið smábýli, Tel eg nokkurn veginn víst, að þá hafi Kambakista verið eini bærinn, sem enn hafði verið settur þar, sem nú er Hró- arsholtshverfið. Þykir mér líklegt, að þeir fræudur fleiri hafi búið íKambakistu, hver fram af öðrum, verið kendir við bæinn og kall- aðir Kistlingar; en svo hafi ókunnugir sagnamenn, sem eigi skildu það orð og vildu skýra það, búið til úr því: »Kvistlingar« (sbr. Landn. s. st.). Eru mörg dæmi upp á slíkar mishepnaðar skýringa- tilraunir frá eldri og yngri tímum. En nú kemur það til athugun- ar, að Ilróarsholt hefir jafnan verið álitið landnámsjörð. Og satt að segja er leitun á jörðum, sem líklegri eru til að hafa bygst með hinum fyrstu í sínu bygðarlagi. Ekki er að marka, þó Landnáma geti þess ekki; hún sleppir svo mörgum landnámsjörðum, ekki af ásettu ráði söguritara, heldur af því, að enginn varð til að fræða þá um þær. Og mér sýnist heldur engin ástæða til að efast um, að Hróarr hafi heitið landnámsmaður, er numið hafi Hróarsholtsland. En kemur það ekki í bága við tilgátu mína um Kambakistu hér að framan? Þar er nú á að líta. Nú verð eg að geta þess, að fyrir mörgum árum var eg einu sinni staddur að Læk í Flóa. Sá bær stendur norðanmegin Hróars- lioltslækjar skamt fyrir innan Hróarsholtskletta; en þeir eru sunn- anmegin lækjarins. Tók eg þá eftir því, að þar, sem nú er tún þess bæjar (Lækjar) eru uppgrónir farvegir eftir lækinn. Hann rennur nú í bug fyrir sunnan túnið, en hefir auðsjáanlega runnið áður norðar og beinna; hefir hann smámsaman brotið sig suður á við þar, og myndað buginn, seiu nú var nefndur. Sunnan megin lækjarins taka þar við grösugar liæðir inn af Hróarsholtsklettum. Hefir lækurinn hætt að brjóta, er hann kom að hæðunum, þvi þar er berg undir jarðvegi. En jarðvegurinn er þykkur vel, malarbor- inn, og sendinn að ofan. Þar hefir norðanvindur rofið bakkann og myndað uppblástur, sem þó nær ekki vítt út. Þar tók eg i sama sinn eftir grjótdreif mikilli, aflangri, sem við uppblásturinn hafði koniið í ljós. Virtist mér auðsætt, að þetta va'ri byggingargrjót,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.