Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 21
21 þangað flutt af raönnura. Sumt af grjótinu lá utan í rofum, er eft- ir stóðu, og sást á því, að áður en upp blés hafði það legið nokkuð ofarlega i jarðveginum. Eigi var von að þar sæist veggja-undir- stöður; grjótið hafði hrapað niður jafnóðum og undan þvi hafði blásið. Nú fór eg að hugsa um, hvaða bygging þetta hefði getað verið. Það gat aðeins verið um tvent að tala: beitarhús eða bœ. En nú er það sjaldgæft liér á Suðurlandi, að sjá merki til fornra beitarhúsa; þau tiðkuðust hér víst lítið meðan sauðfé var kallað »útigangspeningur«, og allra sízt í íornöld, meðan holt og hæðir voru skógi og víði vaxin. En mjög hlaut þessi bygging að vera gömul, þvi þó grjótið væri ofarlega í jarðveginum, þó. var liann líka þykkur fyrir ofan það. Og auk þess náði grjótdreiíin yfir lengra svið en líklegt var að beitarhús hefði náð. Komst eg því að þeirri niðurstöðu, að þetta mundu vera leifar af bæ. Og þá datt mér þetta í hug: »Hér mun Hróar landnámsmaður hafa sett bæ sinn í fyrstunni, og þá hefir hann líklega heitið: aö Hróarslœk. En síðar, þá er landið fór að brotna og blása, heflr hann verið færð- ur suður fyrir klettana, þangað sem hann er nú, og þá fengið nafn- ið Hróarsholt, því þar er hann lengra frá læknum.« Mig minnir, að eg setti þessa tilgátu fram við Snorra bónda á Læk, vel greind- an mann, og að honum þætti hún ekki ólíkleg. En það vissi eg jafnframt, að eigi var ástæða til að setja hana fram opinberlega, þar eð ekkert var við að styðjast. En nú, er eg hef næstum því sannfærst um, aðKambakista hafl verið höfuðból fyrir sunnan klett- ana, þá þykir mér þeim mun líklegra, að bær Hróars hafi verið fyrir norðan þá. Hin gamla tilgáta mín lieflr endurlifnað við nýjar likur. Sá, er fyrst bygði Kambakistu, lieflr þá fengið hjá Hróari, eða erfingja hans, suðurhlutann af landnámi hans, svo það iieflr skifst í tvö höfuðból, — þó hið nyrðra hafl að líkindum verið aðal- bólið. Og' það hygg eg, að þau hafl bæði verið í eign sömu ætt- arinnar; því svo er að sjá, að þá er aðalbólið varð að flytja suður fyrir klettana, hafi Kambakista gengið inn í það aftur. Bærinn Hróarsholt heflr þá verið settur við eða á ofanvert tún hennar, en hún líklega lagst í eyði um hríð. Seinna hefir hún bygst at'tur sem hjáleiga með hálfu nafni sínu hinu upprunalega. Enn vii eg benda á það, að þar, sem Landnáma segir frá landnámi önundar bílds, þá segja eldri handritin, að hann hafl num- ið »fyrir austan Hróarslæk«, en hin yngri segja »fyrir austan Ilró- arsholt«. öæti nú ekki verið, að svo stæði á þessu, að önundur hafi numið fyrir austan landnám Hróai'S, og að bærinn hafl enn heitið; aö Hróarslœk, er eldri handritin voru ritið, en verið búið að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.