Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 24
• 24
þeirra Lofts og Þórarins. Loftur nam »upp til Slcúfslækjar«, eli
Þörarinn nam »fur ofan Skúfslæk«. Skúfslækur kemur úr suðvestur-
endanum á Villingaholtsvatni og rennur nú á dögurn suðaustur í
Þjórsá fyrir ofan Sýrlæk. En á landnámstíð og lengi frameftir
öldum rann hann i vesturhalt suður og kom í Þjórsá fyrir neðan
Traustaholt (sem nú er Traustholtshólmi). Sér enn víða fyrir far-
vegi ‘hans. Það var ekki náttúran, sem breytti rás hans, heldur
veittu menn honum þannig á seinni öldum, og þykir nú eigi hafa
verið heppilegt. Af þessu má sjá, að Þórarinn hefir numið þann
hluta Villingaholtshrepps, sem með Þjórsá liggur suður og suðaustur
frá Villingaholtsvatni. En þar sem segir, að hann liafi numið »ti 1
Rauðár«, þá segir það sig sjálft, — eins og Sigurður Vigfússon hef-
ir tekið fram, — að þar getur ekki verið átt við hina sömu Rauðá,
sem var vestan megin við landnám Lofts, þar eð landnám Þórarins
lá austanmegin við það. Og ekki getur heldur verið, að landnám
Þórarins hafi náð vestur að Hróarsholtslæk fyrir ofan landnám Lofts.
Þar var fyrir landnám Önundar bilds ásamt löndum þeirra Hróars
og Kols. Og þó þess skyldi til geta, að þeir hefðu allir fengið lönd
sin af Þórarni, þá kæmi það í bága við Landnámu, sem segir, að
Þórarinn nam land »með Þjórsá«; en þá yrði mestur hluti af iand-
námi hans fjarri Þjórsá. Aulc þess hefði landnám hans þá myndað
krók, sem lítt væri eðlilegt. Og að öllu þessu sleptu er það auð-
sætt, að lækurinn hefir ekki heitið Rauðá fyrir Hróarsholtslandi;
þar hét hann Hróarslækur. Mér sýnist því um tvent að gera: ann-
aðhvort er orðunum »til Rauðár« ofaukið af vangá á þessurn stað
Landnámu, ellegar til hefir verið önnur Jiauðd, sem nú er ekki til,
og liefði hún þá orðið að vera milli Villingaholts og Egilsstaða. Að
vísu er þar nú engin á en lækir renna þar ofan úr mýrinni fram
á sandinn og eftir honum til Þjórsár. Er hinu vestasti þeirra svo
stór, að til eru ár, sem ekki eru stærri. Hann heitir Stóriós, og
eru landamerkin milli Villingaholts og Egilsstaða skamt, fyrir ofan
hann. Þá sneið, sem á milli er, getur Villingaholt vel hafa eignast
seinna, þó Stóriós hafi verið sú Rauðá, sem landamerkjum réð í
fyrstu. Og eg tel næstum óef'að, að svo liafi verið. A öllu svæðinu
milli Egilsstaða og Villingaholts er ærið breið sandspilda milli ár-
innar og graslendisins. Hefir uppblástur valdið því. Undan þeim
sandblástri var bærinn Villingaholt færður þangað, sem hann nú er,
nálægt aldamótunum 1800. Áður stóð hann suðaustan á Villinga-
lioltsholti, á mjög fögrum stað. .Sjást þar rústirnar uppgrónar. Þvi
uppblásturinn hætti þá er örfoka var og malarsandur tók við. Ilet'-
ir þar verið all-vítt graslendissvæði austur að Þjórsá, með eigi