Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 26
26 Skotmannshóll. Svo segir Landnáma (V. 4.), eftir að hún hefir sagt frá falli Arnar í Yælugerði »Þorleifr gneisti, bróðir Arnar, keypti af Þor- móði Þjóstarsyni, at hann helgaði örn, . . . hann skaut þá svo langt skot af handboga, at fall Arnar varð í örskotshelgi hans«. Þorleif- ur mun hafa bnið að Gneistastöðum (Neistastöðum) útnorður frá Vælugerði við Hraunslæk. Hafa lönd þeirra bræðra legið samhliða miðsvæðis yfir Holtalönd, — sem nú heita Asarnir, —- en hafa þó eigi náð austur að Þjói’sá. Þar liggur Egilsstaðaland með ánni. Engin sögn er um, hvar það var, sem Örn féll. En nálægt landa- merkjum Vælugerðis að vestanverðu er einstakur strýtumyndaður klettahóll, sem heitir Skotmannshóll. Er það naumast vafamál, að hóllinn heflr nafn af Þormóði og skoti hans, þó eigi sé nú nein sögn um það. í dálitlu bakkarofl rétt fyrir austan hólinn hafa kom- ið upp mannabein. Ekkert fanst þar annað. Svo voru beinin heil- leg, að varla gat verið, að þau hefðu legið i mold síðan í fornöld. Það er líka sagt, að einu sinni hafi tvö systkin verið tekin af á Vælugerðisþingi fyrir barngetnað sín á milli, og hafl þau verið dysjuð nálægt Skotmannshól. En þó þetta hafi ekki verið bein Arnar, þá hefir hann víst fallið eigi alllangt þaðan. Bæjarnafnið Vœlugerði hefir án efa upphaflega verið Vælagerði, og komið af viðurnefni Arnar: »væli«, en aflagast í daglegum íramburði. Og nú á dögum bera margir það fram: »Væligerði«. Orðið vœli mun vera sama sem veili = véli = vjeli; mun Örn hafa verið kendur við vél- rœði og viðurnefnið gefið af óvinum hans. Um landnám özurar livíta hefi eg ekkert að segja frekara en fram er tekið i grein minni: Um Haugavað og Böðvarstóftir, (Arb. 1900, bls. 29—31). Einnig er fiest, sein um fornleifar á Skeiðum og í Hreppum er að segja, tekið fram annaðhvort í ritgjörð Um Þjórsárdal (Arb. 1885—6) ellegar í Rannsókn í ofanverðu Árnessþingi (Arb. 1894). Þó skal hér tau einu viðbæta. Á Skeiöum. Svo segir Landnáma, V. 10; »01afur tvennumbrúni....... nam Skeið öll milli Þjórsár (ok Hvítár) til Sandlækjar«. Orðin »ok Hvitár« eru (í útg. Kh. 1843) tekin úr yngri handritum; þau vantar i hin eldri. Og útg. geta þess þó til neðanmáls, að þar kunni ef til vill að vera misritun í eldri handritunum, og þar hefði átt að standa: mílli Þjórsár ok Sandlœkjar. Það er auðséð, að þeir þora

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.