Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Qupperneq 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Qupperneq 27
27 varla að trúa því, að yngri handritin geti haft réttara fyrir sér. Slíku getur ókunnugleiki oft valdið. Fyrir kunnugum liggur það í augum uppi, að orðin: ok Hvítár eiga að standa þar, annars verð- nr öll frásögnin meiningarlaus; þvi að Þjórsá er takmark landnáms- ins suðaustan megin, en Sandlækur (nú Sandlækjarós) norðaustan megin, það sem hann nær, en síðan Laxá. Þar á móti er Hvítá norðvestur og norðurtakmark landnámsins. Það er engin ástæða til að efast um, að Olafur hafi numið alt land upp með Hvítá til Laxár, þó að 3 efstu bæirnir þar að norðaustanverðu hafi lengi tal- ist með Biskupstungnahreppi, því ekki eru þeir þó í Biskupstungum, heldur á Skeiðum eftir landslagi að dæma. Þessir bæir eru: Iða, Helgastaðir og Eiríksbakki. Um Helgastaði er sú sögn, að Helgi trausti, son Olafs landnámsmanns, hafi búið þar, og er það senni- legt. Hefir hann þá án efa átt land allra þessara 3 jarða. En þá er ekki óhugsandi, að eftir víg Helga hafi Mosfellingar eignast land hans. En þess þarf ekki við; Skálholtsbiskupar höfðu nóg ráð til að ná því undir staðinn. Og það var fýsilegt, jarðirnar mátti byggja með þeirri kvöð, að staðurinn hefði þar landsnytjar með fram. Og að svo hafi verið, sést meðal annars af því, að í Iðu-engjum er mýrarspilda, eigi all-lítil, sem heitir Skólinn. Þar er sagt að skóla- piltar hafi unnið heyvinnu fyrir staðinn á sumrum. Ef til vill hefir þetta komist svo snemma á, að fyrstu landnámsritarar eða heimild- armenn þeirra hafi fyrir það sama vilst á norðurtakmörkunum á landnámi Olafs, og eigi getað tekið þau skýrt fram. Enginn kunn- ugur hefði samt slept Hvítá fyrir það, þó hann hefði eigi talið þess- ar 3 jarðir með landnámi Olafs; það hefði samt náð upp fyrir mitt Vörðufell, og Hvítá hefði eins fyrir það verið norðvesturtakmarkið á landnáminu. Sandlœkjarós er nú á tímum afiöng starardæl, víðast hvar ófær yfirferðar. Ur henni rennur svo lækur norðvestur í Laxá um blás- ið svæði, sem þó er að gróa upp. Mun starardælin hafa náð lengra norðvestur fyrrum. Hún er í raun og veru gamall farvegur eftir Kálfá. Sú á hefir þá runnið i Laxá, en eigi i Þjórsá. Það sést af fornum farvegum. Þá og lengi eftir það, hefir Þjórsá runnið fyrir sunnan Árnesið. Kálfá liefir runnið þar, sem Þjórsá rennur nú, ofan fyrir Þrándarholt. En svo hefir hún tekið á sig krók norð- vestur í ósinn. Og í þeim krók hefir hún brotið suðurbakka sinn smátt og smátt, og við það fært sig framar og framar (o: neðar), þangað til hún náði saman við Þjórsá og myndaði Árnessporðinn, sem nú er kallaður. Þá fyrst gat það lieitið -nes. En þessar breyt- ingar hafa án efa verið um garð .gengnar nokkuð löngu áður en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.