Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 29
29
Svo segir Landn. (s. st.), að þeir Teitur og Helgi »fundust í
Merkurhrauni upp frá Mörk við Helgahvál«. Sagl er, að Merkur-
hraun hafi nafn af bæ, er þar hafi verið og heitið Mörk. Gera
raunnmælin mikið úr landkostum þar. En sá er gallinn á, að eng-
inn veit hvar þessi bær hefir verið. Liklega er það þó ekki tómur
hugarburður, að bærinn haíi verið til. Að vísu má segja, að nafnið
Merkurhraun komi af því, að hraunið hafi verið skógi vaxið. Og
það hefir nú án efa verið. En orð Landn. »upp frá Mörk« sýna,
að M'órk hefir heitið sérstakur staður á hrauninu. Og þau miða,
meira að segja, við hann sem alkunnan. Liggur þar næst að ætla,
að það hafi einmitt verið bær. Um það, hvar sá bær hafi verið,
getur leikið á tvennu. Niður með Merkurlaut, góðum kipp fyrir
neðan Axarhól, hafa lengi verið beitarhús frá Hjálmholti og eru
þar rústir miklar og sumar fornlegar. Þar halda margir að Mörk
hafi verið, og þá hefði legið beint við að kenna Merkurlaut við
þann bæ. En ofarlega í hrauninu norðan til eru grænir hólar og
mýrardælur og þar eru all miklar rústir. Þar heitir Olafsvallasel
og sýnir nafnið að þar hefir verið sel á sínum tíma. En bær gat
vel verið þar áður. Og Helgahóll, sem víst er talið að sé Helga-
hváll, er þar skamt norðar, svo að orð Landn. »upp frá Mörk við
Helgahvál«, sýnast að benda á Olafsvallaselið sem þann stað er
bærinn Mörk hafi verið. — A Helgahvál er minst í Árb. 1894, bls.
15., og Jiefi eg engu þar við að bæta.
Gnúpverjalireppur.
Svo segir Landn. V. 11: »Þorbjörn laxakarl nam Þjórsárdal
allan ok Gnúpverjahrepp allan ofan til Kálfár ok bjó hinn fyrsta
vetr at Miðhúsum«. Hér við verður dálítið að athuga. Við hvað
er hér miðað með orðunum: »Ok bjó hinn fyrstavetr«? Af hvaða
vetruni var sá fyrstur? Auðvitað af þeim vetrum, sem Þorbjörn
bjó í landnámi sínu. En þá vill svo til, að Miðhús, fyrsti bústaður-
inn hans, er fyrir neðan Kálfá og því fyrir utan landnám hans, ef
það náði ekki nema •ofan til Kálfár. En þá er alt er vel athugað,
kemur það nokkurn veginn ljóst fram, að Þorbjörn hefir numið
Gnúpverjahrepp allan, en orðunum: »ofan til Kálfár« er ofaukið í
Landn., og hlýtur það að eiga rót sína í því, að heimildannaður
söguritarans hefir verið ókunnugur og hugsað sér landslagið dálítið
öðruvísi en það er. Þetta sést bezt þá er hann fer að skýra frá,
hvernig Þorbjörn skifti landnámi sínu milli venzlamanna sinna.
Hann kom fyrstur þeirra út, og hefir víst af ásettu ráði numið svo