Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Qupperneq 30
30
mikið land, sera hann sá að þeim mundi öllum nægja ef þeir kæmi,
— sem hann mun hafa búist við. Nú skifti hann þannig, að hann
hélt sjálfur efsta hlutanum: Þjórsárdal öllum og landinu út til Þverár.
Þormóði hefir hann gefið miðhlutann frá Þverá ofan til Kálfár; í
þeim hlutanum er Skaftholt. Ofeigi hefir hann gefið yzta hlutann
milli Kálfár og Laxár að ofanverðu. En þar að neðanverðu nam
Þrándur land, er hann kom út, og má nærri geta að hann hefir
nunrið það með ráði Þorbjarnar, vinar síns. Um þetta segir nú svo.
»Ofeigi (gaf hann) hinn ytra lut milli Þverár ok Kálfár, ok bjó (hann)
á Ofeigsstöðum hjá Steinsholti. En Þormóði gaf hann hinn eystra
lut ok bjó hann í Skaptaholti«. Þessi »eystri hluti«, sem Þormóður
fékk, liggur nú raunar milli Þverár og Kálfár; þar er Skaftholt,
sem fyr segir.
En bærinn Steinsholt og rúst Ofeigsstaða eru í þeim hlutanum, sem
liggur milli Kálfár og Laxár. Sú á hefir á nokkru svæði skilið
lönd þeirra Ofeigs og Þorbjarnar jarlakappa og er eklci ólíklegt, að
laxveiðin í henni hafi verið orsök til deilu þeirra. — Svæðið milli
Kálfár og Laxár er mjög nrikið land, og er það víst ekki meiningin
að Ofeigur hafi fengið það alt, heldur aðeins efri hluta þess. Þar
voru Ofeigsstaðir. Þrándur mjöksiglandi kom út síðastur þeirra,
»ok nam land milli Þjórsár ok Laxár ok upp til Kálfár ok til Sand-
lækjar«. Hér hefir víst átt að standa: ofan til Sandlækjar, því það
er hið rétta. Orðin »upp til Kálfár« þurfa athugunar við. Það er
eins og sögumaður hafi hugsað sér, að Kálfá skifti hreppnum hér
um bil yfir þvert, og ætti þeir Þormóður og Ofeigur landið fyrir
ofan hana, en Þrándur liafi numið fyrir neðan hana. Og þar eð
hann ætlar, að Þorbjörn laxakarl haíi eigi numið þar land, þá getur
hann þess ekki, að Þrándur hafi numið með ráði hans. En Miðhús,
þar sem. Þorbjörn bjó hinn fyrsta vetur, eru einmitt í því landi
sem Þrándur nam, og mjög nærri Þrándarholti. Miðhús átti Þor-
björn, og því líka landið þar í nánd, þangað til hann eftirlét Þrándi
að nema það. Þetta virðist mér að segi sig sjálft. En svo er eftir
að vita hvar Þorbjörn setti landamerkin mill Þrándar og Ofeigs
grettis. Ekki gat Kálfá skilið þau lönd; hún rennur ekki yfir um
þveran hreppinn, heldur eftir honum endilöngum að kalla. Hún
skildi land Þormóðar frá landi Ofeigs uppfrá og frá landi Þrándar
niðurfrá. En nrilli landa þeirra Ofeigs og Þrándar voru engin
landamerki af náttúrunni, og engin munnmæli eru um þau. Sagt
er raunar, að Geldingaholt hafi nafn af því, að Þrándur hafi haft
þar beit fyrir geldinga sína. Þó er vetrarríki meira efra, og þætti
mér engu ólíklegra, að hér væri farið manna vilt, og að það hafl.