Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 33
33 fjalli eða ásunum hjá Asum. Það er fullri bæjarleið frá og uppgróið hraun á milli. Að vísu hefði hann getað borist í ístíðar jökli áður enn hraunið rann. En hann hefði þó líklega malast sundur í jökl- inum; þar eð hann er svo laus í sér. — Leiðin milli Steinsholts og Skaftholts liggur fram hjá steininum. Til Gnúpverjahrepps telst Ölmóðsey. Hún liggur í Þjórsá fyrir Núpslandi. Þangað má að eins komast á bát þegar áin er lítil, og stöku sinnum á ís. Þar er forn girðing nál. 32 föðmum ummáls. í henni er upphækkun, sem gæti verið saman feldur ’koíi. Þetta á að vera bústaður Ölmóðs og jafn framt legstaður hans. í æsku heyrði eg sagnir um hann: að hann hefði verið »líflaus« (sekur), en komist út í eyna — sundriðið ótemju, — bygt þar virki og hafst þar við, en fallið að lyktum og skáli hans vei'ið feldur yfir hann dauðan. Að hverju leyti þetta á við sannindi að styðjast, veit nú enginn. Hvort sem saga Ölmóðs hefir verið mikil eða lítil, er hún týnd. Og án efa hafa margar sögur farið sömu leiðina. Er bágt að segja, hve rnikill skaði það kann að vera. Forn vatnsveitustokkur lijá Stóra-Hofi. Það er eigi síður merkilegt en hvað annað, að sjá þess rnerki, að framtaksemi og dugnaður í búnaðarefnum hafi fyrrum átt sér stað. Það sést t. a. m. eigi allóvíða, að fornmenn hafa, þekkt vatnsveiting- ar og notað þær. En hvergi hefi eg þó séð upplileyptan vatnsveitu- stokk frá fornöld, nema hjá Stóra-Hofi í Gnúpverjalireppi Þar hefir Kálfá verið tekin upp ofantil við svonefnt Litla-Hraunsnef og henni veitt heim að túni eftir stórfenglegum veitustolck, er liggur í ýmsum krók- um eftir vatnshalla; á einum stað t. d. er hann bygður fyrir bratt hraunsnef og bygður utaní því. Þá er heimundir túnið dregur, ligg- ur hann undir brattri brekku. Þar hafa á 2 stöðum runnið yfir hann moldarskriður og liulið hann. Nú eru þær þó grónar upp aftur. En hætt hefir verið að nota stokkinn áður en þær runnu. Alls er stokkurinn hér um bil 700 faðma langur, og svo tekur við af hon- um fióðgarður, og hefir flóðveita verið gjör yfir mikið af engjunum. Orsökin til þess, að hætt var að nota þessa áveitu, hefir verið sú, að Kálfá hefir grafið Sig niður á við, brotið bakkann og dýpkað far- veg sinn, svo eigi var lengur hægt að ná vatni úr henni upp i stokkiun. 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue: Megintexti (01.01.1905)
https://timarit.is/issue/139818

Link to this page:

Link to this article: Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904 (að nokkru leyti áður undirbúin).
https://timarit.is/gegnir/991003887489706886

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

Megintexti (01.01.1905)

Actions: