Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 39
39 stórvöxnum forngarði, sem þar er. Ilefir stykkið hlaupið fram áð- ur en garðurinn var mjög niðursokkinn, og sést enn skarðið eftir. Við útgröft kom það líka í ljós, að í þúfunni er að ofanverðu bygg- ingarmold, en þar undir er óhreyfð mold og hraungrjótsurð undir henni, — þar er alstaðar hraun undir jarðvegi. —- Enginn sást þar vottur heina eða málmleifa, eða neitt sem benti á, að þar hefði mað- ' ur verið jarðaður. Það segir sig lika sjálft, að Grimi hefir ekki ver- ið valinn legstaður rétt við bæ Hallkels. Liggur nær að ætla, að hann hafi verið fiuttur heim til Búrfells og heygður þar í nánd, þó nú sé legstaður hans horfinn oggleymdur. Rétt fyrir vestan bæinn í Klausturhólum er hóll mikill í túninu, sem er kallaður Goðhóll. Uppi á honum austan til vottar fyrir kringl- óttri tóft, eigi allstórri, enda er hún mjög niðursokkin. Er hún kölluð hoftóft. Fyrir vestan hana er slakki nokkur í hólinn. Þar liggur afarmikil tóft ofan frá toppi liólsins niður að jafnsléttu sunn- an megin. Það er auðsjáanlega bæjartóft með elztu lögun; er henni skift í þrent með miðgöflum, en engar byggingar út úr til hliða. Svo er hún niðursokkin, að ógjörla sér fyrir dyrum. Enda var tún- ið þar óslegið, er eg skoðaði, og grasið mikið. Frá efri enda tóftar þessarar liggur fyrirferðarmikill forngarður til vesturs þvert ofan af hólnum og svo beint að túnjaðri. Þar, við túnjaðarinn, hefir stykk- ið, sem myndaði »Grímsleiði«, hlaupið úr suðurhlið hans. Þá verður krókur á garðinum og gengur hann þaðan til suðurs um hríð. Er þar nú túngarðui’ ofan á honum. Þá verður annar krókur, og frá honum gengur garðurinn i norðurhalt austur að neðri enda bæjar- tóftarinnar. Myndar liann þannig ferhyrnda girðingu, á að gizka alt að 2 dagsláttur að stærð, og er bæjarrústin i garðs stað austan- megin. Mun þetta hafa verið bær Hallkels, og girðingin sá blettur, sem hann tók fyrst til ræktunar. Og vel má vera að hann hafi valið sér tilbeiðslustað á hólnum austan við bæinn; þótt þar fagurt. Seinna hefir bærinn verið færður austur fyrir hólinn, þangað sem hann er nú. Kringla. Lengi liefi eg þózt viss um það, að slíkur höfðingi sem Ketil- björn var, er átti svo viðlent og fjölbygt landnám, hafi lialdið goð- orðs- eða sveitarþing, er íbúar goðorðsumdæmisins hafi sótt til, að sínu leyti eius og svo margir aðrir höfðingjar, sem merki sjást til að þing hafi haldið á ákveðnum þingstöðum fyrir goðorðsumdæmi sín. Þetta gat hver höfðingi gert, er vildi, fram að 930, og mun

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.