Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 42
42 Goðaklettur hjá Hömrum. A Hömrum í Grímsnesi er klettur allmikill niðri í túnjaðri, og er dálítill hellisskúti inn í hann að framanverðu. Skútinn er kúpu- myndaður og fremur fallegur, en eigi stærri en rúml. x/2 tenings- faðmur innan. Eigi ætla eg hann mannaverk. En svo virðist, sem menn hafi liaft átrúnað á klettinum í lieiðni, því hann er kallaður Goðáklettur. Tóft er framanundir honum, meir en ferhyrningsfaðm- ur að stærð, og hefir inngangur verið við klettinn að utanverðu. Engin munnmæli eru um klettinn né tóftina. Hestfjall. Þess er áður getið, að Hestfjall hafi fylgt þeim hluta Gríms- ness, sem Ketilbjörn muni hafa tekið af landnámi Gríms. Og án efa hefir það einkum verið vegna fjallsins, að Ketilbjörn gekk þann- ig á hluta Gríms. Þá hefir fjallið, eigi síður en fiest önnur svæði hér á landi, verið skógi vaxið og hið mesta kostaland, sem ráða má af því, að þótt skógurinn sé nú löngu horfinn, þykir þar eitthvert bezta hagbeitarland. Fram á öldunum var það eign Skálholtsstóls, og gengu hestar staðarins þar sjálfala á vetrum. Náttúrlega hafa þeir oft liðið þar nokkuð liart. En burtu rnáttu þeir eigi komast, þó þeir vildu. Hvítá geymir a þrjá vegu, en Hestlækur og Hest- vatn að norðanverðu austan til. Það var að eins svæðið frá Hest- vatni vestur í Hvítá, sem eigi var sjálfvarið af náttúrunni. Þar var hlaðinn vörzlugarður vestur frá vatninu svo langt, að eigi mátti komast fyrir vesturenda hans, án þess að sæist frá Kiðjabergi. En þaðan til árinnar er sagt að Kiðjabergsbændum hafi verið falið að verja. Nú er austurhluti garðsins blásinn burt. Þó sést þar enn grjótið, sem í honum hefir verið, en það hefir verið tiltölulega. litið. Vesturhluti garðsins sést enn allgjörla, og er hann mikill sem bali, svo að eg hefi óvíða séð jafndigran forngarð, og í fyrstu efaði eg að hann væri mannaverk. Það er þó svo. Sýnir það, hverju fram- kvæmdarmaður fekk orkað, með því að hafa vald yfir nógu mörg- um til skylduvinnu. Það hygg cg, að aldrei hafi bær verið í fjallinu, fyr en þar voru gjör tvö nýbýli í mínu minni. Raunar segja munnmæli, að kot hafi einhvern tíma verið suðvestan í fjallinu nær miðju; hafi þar búið karl og kerling, sótt kirkju að Hjálmholti og farið á báti yfir ána. En svo hafi þau druknað í henni, iikin að vísu rekið upp, en eigi veiið færð til kirkju, heldur jörðuð út með fjallinu. Eru

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.