Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Qupperneq 46
46
or suður frá Kluftum? Ekki gefur nafnið »Grímastaðir« neina.
glögga bendingu, því það er annað nafn en Grímsstaðir, og heldur
ólíklegt, að það sé breyting úr því. Og ekki er heldur líklegt, að
söguritarinn, sem virðist kunnugur, hefði kallað þennan stað »suður
frá Kluftum«, því þaðan er hann í fult vestur og auk þess mjög
langt þaðan og Armannsfell í milli, svo það átti alls ekki við að
miða þennan stað (Grímastaði) við Kluftir. Sé á hinn bóginn Hrafna-
bjargarústin hin rétta Grímsstaðarúst, þá virðist orðunum: »ok svá
til Grímsstaða« vera ofaukið í frásögninni um ferð Indriða. Og
víst er um það, að úr því Indriði fór Jórukleif, þá var beinna fyrir
hann að fara ekki um Grímagil, heldur vestar. Og að Grímsstöðum
átti hann varla erindi, úr því viðkomandi fólk var alt burt þaðan.
En hugsanlegt er, að söguritarinn hafi ekKÍ athugað þetta, og því
talið víst, að Indriði kæmi að Grimsstöðum áður hann fór vestur.
En líka getur verið, að Grímastaðir hafi þá verið bygðir og Indriði
farið þar um af einhverjum orsökum, og væri þá að eins stafvilla í
sögunni: »til Grímsstaða«, í staðinn fyrir: »til Grímastaða«, eða enn
heldur: til »Grímarsstaða«, sem að öllum likindum er upprunanafn
þessa býlis. Þannig hneigist eg helzt að þeirri ætlun, að Grimsstað-
ir, þar sem Grímur lítli bjó, hafi verið undir Hrafnabjörgum.
(ilkofrastaöir.
Skamt suður frá bænum Skógarkoti í Þingvallasveit er stekkur,
og or þar vanalega kallað Olkofrustaðir (manns nafnið virðist haft
kvenkyns). En það mun mega telja víst, að þar hafi verið bær
Þórhalla, sem kallaður var ölkofri. Þar er túngirðing af grjóti, en
víða fallin. Bærinn hefir staðið suðaustan undir háum hraunhól og
sáust rústirnar fram á síðari hluta 19. aldar. En þá gerði bóndinn
í Skógarkoti kálgarð úr þeim. Ekki er hann notaður nú, en sést
þó gerla, og til hinnar fornu rústar sér lítið eitt út undan norðvest-
ur garðinum. Stekkjartóftin er út við túngarðinn á einum stað og
hefir stekkurinn eigi verið settur á bæjarrústina. Sjá má þar fyrir
brunni, þó nú sé að mestu gróið yfir hann; og þur var hann í sum-
ar, er eg kom þangað.
„Rótólfsstaðir".
Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í
hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjóg ó-
gjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirð-